Guðrún og Hörður Felix selja 150 milljóna höll

Guðrún Valdimarsdóttir og Hörður Felix Harðarson.
Guðrún Valdimarsdóttir og Hörður Felix Harðarson. Ljósmynd/Sigurjón Ragnar

Guðrún Valdimarsdóttir og Hörður Felix Harðarson hafa sett sitt glæsilega hús við Nesbala á Seltjarnarnesi á sölu. 

Guðrún er fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Wow air en Hörður Felix er vinsæll lögmaður en hann hefur unnið mikið fyrir Hreiðar Má Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, Sigurð Einarsson og Magnús Guðmundsson svo einhverjir séu nefndir. 

Húsið við Nesbala er afar vandað og fallegt. Það er 287 fm að stærð og var byggt 1982. Fasteignamat hússins er rúmlega 117 milljónir. 

Eikarinnréttingar eru í forgrunni í húsinu en eldhúsið er stórt og mikið með eyju og mjög miklu skápaplássi. Granítborðplötur prýða eldhúsinnréttinguna og eru flísar á gólfum. 

Eins og sést á myndunum hefur ekkert verið til sparað þegar húsið var gert upp. 

Af fasteignavef mbl.is: Nesbali 44

Hörður Felix Harðarson hefur sett húsið á sölu. Hér er …
Hörður Felix Harðarson hefur sett húsið á sölu. Hér er hann í dómsal með Hreiðari Má Sigurðssyni. mbl.is/Hari
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál