Þórunn Ívars og Harry selja íbúðina í Garðabæ

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is

Áhrifavaldurinn Þórunn Ívarsdóttir og unnusti hennar, Harry Sampsted, hafa sett íbúð sína við Holtsveg á sölu. 

Um er að ræða 98 fm íbúð á jarðhæð sem er vel skipulögð. Blokkin sjálf var byggð 2018 og því er allt nýtt og ferskt í íbúðinni. 

Íbúðin er tveggja herbergja en eldhúsið er opið inn í stofu og er þar að finna nokkuð gott skápapláss. Eldhúsinnréttingin er ljós með ljósum flísum á milli skápa. Þar er líka ljós borðplata. 

Heimili Þórunnar og Harrys er hlýlegt og smekklegt. Í stofunni er fallegur ljós tungusófi við fallegt hringborð og á veggnum er hillueining úr IKEA. Ljós motta skapar hlýlega stemningu. 

Baðherbergið er með hvítri innréttingu og afar stílhreint og svefnherbergið er með mjög góðu skápaplássi. 

Eins og sést á heimilinu hefur verið nostrað við það á allan hátt. 

Af fasteignavef mbl.is: Holtsvegur 13

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
mbl.is