Anna Margrét og Árni keyptu eitt dýrasta hús landsins

Skildinganes 40 er einstakt hús á allan hátt.
Skildinganes 40 er einstakt hús á allan hátt. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson

Anna Margrét Jónsdóttir fegurðardrottning og Árni Harðarson aðstoðarforstjóri Alvogen hafa fest kaup á einu dýrasta húsi landsins. Smartland fjallaði um húsið í apríl þegar það fór á sölu. 

Garður hússins er alveg við sjóinn.
Garður hússins er alveg við sjóinn. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson

Fyrrverandi eigendur hússins eru David og Svala Pitt en það er hannað af Davíð Kristjáni Pitt, Svölu sjálfri og Kristjáni Garðarssyni arkitektum. 

Húsið er 306 fm að stærð en fasteignamat þess er 192.350.000 kr. Ekkert var til sparað þegar húsið var byggt 2002. 

Anna Margrét og Árni eru smekkfólk þegar kemur að fasteignum og því ekki skrýtið að þau hafi fallið fyrir þessu glæsihúsi. 

Smartland fjallaði um fyrra heimili þeirra, Túngötu 34, en árið 2015 var Árni einn af skattakóngum landsins. Guðjón Már Guðjónsson, oft kenndur við OZ, keypti húsið af Árna og Önnu Margréti. 

Einstakt útsýni er úr húsinu út á sjó.
Einstakt útsýni er úr húsinu út á sjó. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
mbl.is