Svona er nútímaheimilið í 102 Reykjavík

Eldhúsinnréttingin er frá Parka en eins og sést á myndinni …
Eldhúsinnréttingin er frá Parka en eins og sést á myndinni er grár marmari á milli skápa. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson

Hafsteinn Júlíusson og Karitas Sveinsdóttir sem reka HAF STUDIO hönnuðu sýningaríbúð á Hlíðarendasvæðinu í 102 Reykjavík. Flest húsgögn og hlutir eru frá HAF STORE og IKEA. Ljósin koma frá Lumex og innréttingar og parket koma frá Parka en gluggatjöldin eru úr Vogue. 

„Við hjá HAF STUDIO vorum fengin til að vinna að efnis og litavali fyrir þessar nýju íbúðir sem eru að rísa á Hlíðarenda undir merkinu 102reykjavik.is á vegum Hlíðarfótar. Byggingarnar eru hannaðar af Arkþingi og er megin hluti þeirra íbúðirnar litlar og meðalstórar þar sem áhersla er lögð á vandaðan frágang og gott notagildi. Í kjölfarið vorum við svo fengin til þess að hanna og innrétta fyrstu sýningaríbúðina í byggingunni,“ segir Hafsteinn Júlíusson einn af eigendum HAF STUDIO. 

-Hvaða stemningu vilduð þið fanga?

„Í grunninn vildum við hafa stílhreint yfirbragð og velja vandlega inn hluti sem passa vel og bæta þannig flæði og nýtingu. Það er oft erfitt að finna hluti sem passa 100% inn í rými og í þessu verkefni vildum við sýna það sem við höfum gert mikið undanfarið en það er að sérhanna og framleiða húsgögn fyrir einstaklinga. Þannig getum við stjórnað stærð, gerð og lögun og látið dæmið ganga upp,“ segir hann. 

-Hvað ertu ánægðastur með?

„Ég er í raun ánægðastur með heildaryfirbragðið, íbúðin er létt og ljós en um leið skapa svört smáatriði eins og hurðarhúnar og kastarar gott jafnvægi og tengjast þannig vel öðrum húsgögnum og hlutum.“

-Hvernig eru heimili fólks að breytast?

„Ég tel að heimili fólks séu að breytast þannig að í dag er fólk að sanka að sér minna dóti en áður fyrr. Fólk er sem betur farið að hugsa meira um umhverfið og vill kaupa minna en vanda valið og eyða þá frekar í gæði og eitthvað einstakt.“

Stólarnir eru afurð HAF STUDIO. Ljósin koma frá Lumex.
Stólarnir eru afurð HAF STUDIO. Ljósin koma frá Lumex. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Horft inn í stofuna. Takið eftir að allir veggir eru …
Horft inn í stofuna. Takið eftir að allir veggir eru hvítmálaðir. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Hvítt og pínulítið svart skapar fallega heildarmynd.
Hvítt og pínulítið svart skapar fallega heildarmynd. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Sófinn er úr IKEA en lampinn á gólfinu fæst í …
Sófinn er úr IKEA en lampinn á gólfinu fæst í HAF Store. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Parketið er úr Parka en takið eftir hvað það er …
Parketið er úr Parka en takið eftir hvað það er fallegt að hafa hvíta gólflista við hvíta veggi og í raun mun fallegra en að hafa gólflista í sama við og gólfin. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Opnar hillur bjóða upp á endalausa möguleika.
Opnar hillur bjóða upp á endalausa möguleika. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Rúm úr IKEA og líka karfan sem er á gólfinu.
Rúm úr IKEA og líka karfan sem er á gólfinu. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Gott skápapláss er í íbúðinni.
Gott skápapláss er í íbúðinni. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Rúmgaflinn kemur vel út.
Rúmgaflinn kemur vel út. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Innréttingarnar koma frá Parka.
Innréttingarnar koma frá Parka. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
mbl.is