Hönnun Rutar eldist betur en föt þess tíma

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is

Við Ljárskóga 27 í Breiðholtinu stendur afar smekklega innréttað einbýli. Umhverfið í kringum húsið er mjög gróið og er húsið næstinnsta húsið í botnlanga þannig að bílaumferð er af skornum skammti. 

Húsið er 265 fm að stærð og var byggt 1978. Búið er að endurnýja húsið mikið en Rut Káradóttir teiknaði nýtt skipulag á eldhús, baðherbergi, gestasalerni og fleira fyrir um áratug. Eins og sést á myndunum er hönnun Rutar Káradóttur, sem er einn virtasti innanhússarkitekt Íslands, sígild og klassísk og stenst tímans tönn. Ekki er víst að öll fötin sem við keyptum okkur 2009 hafi elst jafnvel.

Af fasteignavef mbl.is: Ljárskógar 27

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »