Eins og hjá Fríðu frænku hjá Sheryl Crow

Sheryl Crow býr í Nashville í Bandaríkjunum.
Sheryl Crow býr í Nashville í Bandaríkjunum. AFP

Söngkonan Sheryl Crow býr á fallegu sveitasetri í Nashville í Bandaríkjunum. Staðsetningin kemur kannski ekki á óvart en Crow er meðal annars fræg fyrir kántrítónlist sína. Hún veitti Architectural Digest innlit og fór með kvikmyndatökumann í túr um húsið eins og sjá má hér að neðan. 

Það þarf ekki að litast um lengi heima hjá Crow til að átta sig á að hún er ekki mikið fyrir einfaldan og nútímalegan stíl. Mikið er um antíkmuni á heimilinu og hefur söngkonan meðal annars verið dugleg að sanka að sér hlutum á tónleikaferðalögum. 

Húsinu fylgir stórt landsvæði og leggur Crow sem á tvo ættleidda drengi áherslu á að vera úti ekki síður en inni enda býður veðráttan upp á það. 

mbl.is