Hvernig búa íslenskar Instagram-stjörnur?

Áhirfavaldar búa alls konar.
Áhirfavaldar búa alls konar. Samsett mynd

Íslenskar Instagram-stjörnur búa misvel. Sumar búa í stórum einbýlishúsum, aðrar eru á leigumarkaði og enn aðrar eiga góða að og búa heima hjá mömmu og pabba. Eins eftirsótt og það er að vera á vinsæll á Instagram þá borga ekki alltaf fríar snyrtivörur og endalaust magn af Nocco reikningana. 

Birgitta Líf

Birgitta Líf Björnsdóttir fjárfesti í íbúð á Vatnsstíg í Skuggahverfinu í 101 Reykjavík. Birgtta Líf var í innliti í Húsi og híbýlum í fyrra og sýndi þar íbúðina. Um er að ræða tæplega 104 fermetra íbúð í einni af betri blokkum bæjarins. Er fasteignamatið í ár 83.950.000 krónur. 

Birgitta Líf býr í Skuggahverfinu.
Birgitta Líf býr í Skuggahverfinu. mbl.is/Ómar

Guðrún Veiga

Snapparinn Guðrún Veiga er nýkomin af leigumarkaðnum en hún flutti nýverið til Vestmannaeyja þar sem eiginmaður hennar, Guðmundur Þór Valsson, stundar sjómennsku. Hjónin eiga 160 fermetra íbúð með bílskúr í Eyjum og er fasteignamatið í ár 24,6 milljónir.  

Guðrún Veiga Guðmundsdóttir er flutt til Vestmannaeyja.
Guðrún Veiga Guðmundsdóttir er flutt til Vestmannaeyja. mbl.is/ Golli

Nökkvi Fjalar

Áhrifavaldurinn og frumkvöðullinn Nökkvi Fjalar Orrason greindi frá því á dögunum að hann hefði sett íbúðina sína á leigu og væri fluttur aftur í skúrinn hjá mömmu sinni og pabba. Er hann foreldrum sínum mjög þakklátur fyrir stuðninginn.   

Sólrún Diego

Þrifsnapparinn Sólrún Diego er einn vinsælasti áhrifavaldur á Íslandi en árið 2018 festu hún og núverandi eiginmaður hennar, Frans, kaup á stóru einbýlishúsi í Mosfellsbæ. Áður leigðu þau blokkaríbúð í Kópavogi. 

Sólrún býr í Mosfellsbæ með fjölskyldu sinni.
Sólrún býr í Mosfellsbæ með fjölskyldu sinni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Camilla Rut

Camilla Rut sem er 25 ára var áður nágranni Sólrúnar Diego í Kópavogi en setti íbúðina á sölu árið 2017 og flutti til Njarðvíkur ásamt eiginmanni sínum Rafni Hlíðkvist Björgvinssyni. Hjónin búa nú í 155 fermetra einbýlishúsi og er fasteignamat hússins í ár 56.650.000 krónur. Camilla Rut er dugleg að sýna frá framkvæmdum á Instagram auk þess sem hún heldur reglulega tónleika í stofunni. 

View this post on Instagram

Sunday kind of love 🖤🏡

A post shared by CAMY (@camillarut) on Mar 31, 2019 at 7:37am PDT

Sunneva Eir og Rebekka Ýr 

Systurnar Sunneva Eir og Rebekka Ýr eru báðar vinsælar á Instagram. Þær eru báðar skráðar til heimilis hjá móður sinni í Norðlingaholti. 

Sunneva Eir Einarsdóttir býr í Norðlingaholti.
Sunneva Eir Einarsdóttir býr í Norðlingaholti. mbl.is/Ófeigur

Lína Birgitta

Lína Birgitta Sigurðardóttir er dugleg að birta myndir af sér í útlöndum með dýrar merkjavörur. Hún er skráð til heimilis í blokk í Garðabæ en er ekki skráður eigandi. 

Lína Birgitta með Gucci-tösku.
Lína Birgitta með Gucci-tösku. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Linda Ben

Matarbloggarinn Linda Ben flutti nýverið í glænýtt einbýlishús við Leirvogstungu í Mosfellsbæ með sambýlismanni sínum Ragnari Einarssyni. Fasteignamat hússins fyrir árið 2020 er tæpar 105 milljónir. 

Binni Löve og Kristín Péturs

Parið Binni Löve og Kristín Pétursdóttir eru vinsæl á Instagram. Þau búa með syni sínum í tæplega 101 fermetra íbúð í Stóragerði. Fasteignamat íbúðarinnar er 39,3 milljónir í ár. 

Brynjólfur Löve og Kristín Pétursdóttir.
Brynjólfur Löve og Kristín Pétursdóttir. mbl.is/Elsa Katrín Ólafsdóttir
mbl.is