Dreymir þig um minni þrif á baðherberginu

Finnst þér leiðinlegt að þrífa baðherbergið?
Finnst þér leiðinlegt að þrífa baðherbergið? Ljósmynd/Unsplash

Sum tæki safna einfaldlega meiri óhreinindum en önnur svo það er gott að huga að útliti, lögun og efnisvali þegar verið er að velja hreinlætistæki á baðherbergið,“ segir Guðmundur Stefánsson, sölumaður hjá Tengi á Akureyri. Hann segir þó marga hugsa meira um útlitið og stemninguna þegar verið er að breyta baðherberginu, þó að vissulega sé full þörf á því að huga líka að þrifunum enda finnst fæstum baðherbergisþrif sérlega skemmtileg. „Með því að kaupa vatnsfráhrindandi gler í sturtuna í staðinn fyrir venjulegt gler er til að mynda hægt að spara sér heilmikil þrif. Áferðin á slíku gleri er sléttari og kísillinn festist ekki eins vel við það en vissulega er það dýrara en venjulegt gler enda er það líka þykkara.“ Guðmundur bendir líka á að það séu til ýmsar vörur sem hægt er að setja á ný gler til þess að fyrirbyggja kísilsöfnun, efni á borð við Nano4Life eða jafnvel RainX. „Þessi efni mynda filmu á glerið sem hrindir vatninu frá sér.“ Annað sem hægt er að gera til að minnka kísil

á baðherbergjum er einfaldlega að koma sér upp varmaskipti. „Varmaskiptir í einbýlishús kostar um 200-250 þúsund en hann hitar upp kalda vatnið. Neysluvatnið er því mun hreinna og laust við kísilinn í heita vatninu sem skilar sér í minni þrifum á sturtunni.“

Egglaga skálar auðveldar í þrifum

Lögun salernisskálarinnar getur líka haft mikið að segja fyrir þrifin. Egglaga heilsteyptar skálar þurfa einungis eitt strok með tusku á meðan aðrar eru með allskonar krókum og kimum sem safna ryki. „Svo skiptir gríðarlega miklu máli að vera með setu sem auðvelt er að smella af skálinni en þá má bara skola af setunni undir sturtunni sem er mjög þægilegt og fljótlegt, “ segir Guðmundur. Lögun sjálfrar skálarinnar skiptir líka máli, ekki síst ef börn eru á heimilinu. „Lítil börn sitja ekki eins aftarlega á klósettinu og fullorðnir. Ef barnafólk er með klósettskálar með flötum botni þá er hætt við því að það komi fljótt óhreinindi í skálina og það þarf oftar að bursta slíkar skálar að innan en þær sem eru brattari.“

Baðkarið sem húsgagn

Hvað varðar efnisval þá segir Guðmundur að vissulega séu emaleruð baðkör og sturtubotnar mjög endingargóð og vel hægt að þrífa þau upp á meðan plastið sé viðkvæmara og rispist frekar. „Við sjáum líka steinbaðkör og steinvaska í auknum mæli. Þegar fólk kaupir sér slík tæki þá þarf auðvitað að huga vel að þrifum því fólk stillir slíkum baðkörum upp eins og húsgögnum.“ Spurður um lituð tæki og hversu skítsæl þau séu þá segir Guðmundur að efnið skipti þar miklu máli. „Verð og gæði fara oftast saman í þessu sem öðru. Það eru til tæki sem eru sprautuð en þau eru ekki jafn endingargóð og duftlökkuð tæki, sterkasta áferðin fæst þó með PVD-húðun.“

Að lokum er þó líka vert að nefna að góður frágangur á flísalögn og tækjum skiptir að sjálfsögðu líka miklu máli varðandi það hvort þrifin á baðherberginu séu þægileg eða ekki. „Svo er þetta bara almenn skynsemi eins og að skola sturtuna eftir notkun með köldu vatni svo kísillinn liggi ekki á tækjum og gleri. Vatnslásar eru líka oft viðkvæmir fyrir sjampói og hárnæringu, það er gott að láta buna vel í niðurfallið eftir hárþvott og koma þannig í veg fyrir að þar safnist eitthvað fyrir.“

Ljósmynd/Unsplash
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál