Erla og Tryggvi hönnuðu glæsiíbúð í LA

Stofa, svefnherbergi og eldhús eru í sama rými.
Stofa, svefnherbergi og eldhús eru í sama rými. Ljósmynd/Art Gray

Erla Dögg Ingjaldsdóttir og Tryggvi Þorsteinsson sem reka arkitektastofuna Minarc í Kaliforníu fengu það verkefni að endurgera íbúð í Westwood í Kaliforníu. Markmiðið með verkefninu var að koma sem flestu fyrir á sem fæstum fermetrum og nýta hvern einasta krók og kima. 

Þetta verkefni gekk út á að endurnýja íbúð algerlega innanhúss. Allt sem fyrir var í henni var fjarlægt áður en uppbygging hófst. Þegar rýmið var hannað var innblástur sóttur í íslenska náttúru en auk þess var einfaldleiki og hagsýni í forgrunni,“ segja Erla Dögg og Tryggvi þegar þau eru spurð út í íbúðina.

Þau lögðu mikla áherslu á umhverfisvitund í ferlinu og völdu að nota náttúruleg efni þegar íbúðin var endurgerð. Það gekk líka ýmislegt á í hönnunarferlinu.

„Þegar við opnuðum loftið fundum við heila hæð fyrir ofan, því miður fengum við ekki að nota það allt en náðum að auka lofthæðina um 60 cm sem gefur íbúðinni meiri dýpt.“

Íbúðin er í Westford í Kaliforníu, við hliðina á Westford-kirkjugarðinum þar sem Farrah Fawcett, Marilyn Monroe og Frank Zappa eru jarðsett.

Þegar þau eru spurð hvað hafi drifið þau áfram í þessu verkefni segja þau að það sé nú eiginlega alltaf það sama.

„Það er að skapa þægilegt umhverfi þar sem fólk langar að vera og umhverfið sé þannig að það stuðli að heimili þar sem fólki líður vel. Í þessari íbúð lögðum við upp með að stemningin væri þannig að fólk vildi vera þarna saman, elda, borða, hlæja og spila tónlist.“

Eins og sést á myndunum eru veggir hvítmálaðir og er falin lýsing notuð meðfram loftum. Það var hægt vegna lofthæðarinnar. Á gólfunum er eikarparket sem sameinar rýmin í heild sinni, eldhús, stofu og svefnrými. Innréttingin í eldhúsinu er úr hnotu og svo er hvítt korían á borðplötunum.

„Grái sjónsteypuveggurinn inni á baðherbergi er innblásinn af íslensku landslagi og umhverfi en er jafnframt praktískur,“ segja Erla Dögg og Tryggvi.

Í rýminu má sjá stólinn Dropa sem Erla og Tryggvi hönnuðu. Hann nýtur sín vel við gráan bakgrunn og kemur með gleði inn í rýmið.

Hvað vildu húsráðendur fá frá ykkur?

„Þau voru í mínimalískum pælingum og vildu upplifa rýmið þannig að það liti út fyrir að þau væru komin á hótel. Í rýminu eru allar nauðsynjar en enginn óþarfi. Okkar markmið var að nýta hvern einasta fermetra vel.“

Plássið er nýtt svo vel að á ganginum er ísskáp komið fyrir í skáp sem er með hvítum sprautulökkuðum hurðum og fellur hann því inn í umhverfið á látlausan hátt.

„Það að setja ísskápinn inn á gang umbreytir rýminu á skilvirkan hátt auk þess að halda rýminu einföldu. Svo vildum við hafa gulan Dropa til að tóna við bláa litinn á sófanum og gólfefnið sameinar rýmið í gegn og skapar ákveðna heild. Í forstofunni er spegill frá gólfi til lofts og hurðin inn á baðherbergið er falin, sem leyfir rýminu að njóta sín og gefur þá upplifun að rýmið sé stærra,“ segja þau.

Eldhúsið er úr hnotu og Corian-efni.
Eldhúsið er úr hnotu og Corian-efni. Ljósmynd/Art Gray
Takið eftir íssápnum sem er við endann á innréttingunni.
Takið eftir íssápnum sem er við endann á innréttingunni. Ljósmynd/Art Gray
Blái sófinn er hluti af skápavegg. Glerborðið er eftir Erlu …
Blái sófinn er hluti af skápavegg. Glerborðið er eftir Erlu og Tryggva. Ljósmynd/Art Gray
Hnotan skapar hlýleika.
Hnotan skapar hlýleika. Ljósmynd/Art Gray
Horft inn í íbúðina. Blái sófinn og guli Dropinn, sem …
Horft inn í íbúðina. Blái sófinn og guli Dropinn, sem er hengistóll, passa vel saman. Ljósmynd/Art Gray
Í íbúðinni er spáð í hvert einasta smáatriði.
Í íbúðinni er spáð í hvert einasta smáatriði. Ljósmynd/Art Gray
Höldurnar eru úr náttúrulegu efni.
Höldurnar eru úr náttúrulegu efni. Ljósmynd/Art Gray
Dropinn eftir Erlu og Tryggva hefur vakið heimsathygli.
Dropinn eftir Erlu og Tryggva hefur vakið heimsathygli. Ljósmynd/Art Gray
Baðherbergið er mínimalískt.
Baðherbergið er mínimalískt. Ljósmynd/Art Gray
Steypuveggurinn er vísun í íslenska náttúru.
Steypuveggurinn er vísun í íslenska náttúru. Ljósmynd/Art Gray
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »