Sækir innblástur í heimili annarra

Matthildur Sunna Dan Þorláksdóttir fasteignasali.
Matthildur Sunna Dan Þorláksdóttir fasteignasali. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Fasteignasalinn Matthildur Sunna Dan Þorláksdóttir býr í hlýlegri leiguíbúð í Vesturbænum. Húsnæðið hefur hún gert að sínu eigin með því að mála flesta veggi dökka, sem henni finnst róandi. Draumurinn er þó að komast í eigið húsnæði. 

Heimili mitt er frekar hlýlegt, með skipulögðu kaosi. Ég er með margar plöntur og er hrifin af dökkum litum. Húsgögnin eru blanda héðan og þaðan, en ég hef flikkað upp á flest af gömlu húsgögnunum sem ég er með með því að mála þau svört. Ég hef búið hér í tvö ár og er mjög ánægð hérna. Þetta er þriggja herbergja íbúð og annað svefnherbergið nota ég sem fataherbergi. Það er mikill lúxus að hafa svona gott pláss undir skó og föt og verður örugglega erfitt að venja sig af því þegar kemur að því að flytja annað.“

Hver er uppáhaldsstaðurinn í íbúðinni?

„Sófinn í stofunni. Þegar ég er heima er ég mest þar. Það er gott að kasta sér í sófann og slaka á en eins finnst mér gott að svara tölvupóstum úr sófanum. Ég er með mikið af púðum í sófanum sem gerir hann sérlega þægilegan.“

Hvar færðu innblástur fyrir heimilið?

„Á Instagram til dæmis. Í starfi mínu sem fasteignasali er ég líka alltaf að fara inn á falleg heimili og bæði meðvitað og ómeðvitað sækir maður hugmyndir til annarra. Svo finnst mér gaman að heimsækja verslanir með heimilisvöru á ferðalögum erlendis, verslanir á borð við H&M home og Zara Home en þar gríp ég stundum með mér einhverja smáhluti sem gott er að ferðast með og lífga upp á heimilið.“

Hvers vegna ákvaðstu að verða fasteignasali?

„Ég vissi í raun aldrei hvað ég vildi verða fyrr en ég prófaði fasteignasöluna. En kannski er þetta bara í blóðinu, pabbi er fasteignasali. Ég hafði verið í alls konar vinnu en prófaði að vinna í móttökunni á fasteignasölunni hjá pabba árið 2013 og fannst það strax gaman. Árið 2015 fór ég í fasteignanámið og byrjaði þá að vinna við fasteignasölu með náminu. Þetta starf er mjög líflegt og fjölbreytt og það er það sem heillar mig við það.“

Hvernig er draumaíbúðin?

„Hún er eiginlega bara eins og heimili mitt núna, bara í nýrri kassa. Hér er margt komið aðeins til ára sinna og þyrfti á uppfærslu að halda svo ef þessi íbúð væri í nýbyggingu væri hún nánast fullkomin. Eins hefði verið gaman að vera með útgengt í garð eða út á verönd. Það er stutt síðan ég lauk námi svo ég hef enn ekki keypt mér mína eigin íbúð, en það er á dagskrá. Ég ætti örugglega um 30 íbúðir ef ég ætti nógan pening því það eru svo margar fallegar eignir í Reykjavík sem freistandi er að kaupa.“

Fánarnir í bakgrunninum voru saumaðir af móður Matthildar.
Fánarnir í bakgrunninum voru saumaðir af móður Matthildar. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari
Hér hefur Matthildur raðað fallega í hillurnar.
Hér hefur Matthildur raðað fallega í hillurnar. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari
Matthildur málaði vegginn í svefnherberginu dökkan.
Matthildur málaði vegginn í svefnherberginu dökkan. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari
Sturtuhengið er litríkt.
Sturtuhengið er litríkt. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari
Hér er Matthildur búin að raða fallega upp inni í …
Hér er Matthildur búin að raða fallega upp inni í skáp. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari
Hringlaga speglar gera alltaf heilmikið fyrir hvert rými.
Hringlaga speglar gera alltaf heilmikið fyrir hvert rými. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari
Kommóðan kemur frá móður Matthildar.
Kommóðan kemur frá móður Matthildar. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari
Græna Rafha-eldavélin setur svip sinn á eldhúsið.
Græna Rafha-eldavélin setur svip sinn á eldhúsið. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál