Gjörbreytti gráu eldhúsi með vínilfilmu

Jessica Rose gjörbreytti eldhúsinu sínu.
Jessica Rose gjörbreytti eldhúsinu sínu. skjáskot/Instagram

Jessicu Rose fannst gráa eldhúsið sitt ekki fallegt og fannst það helst minna sig á fangelsi. Rose er útsjónarsöm og handlagin og ákvað því að nota vínilfilmur til að gefa því lit.

Hún er á leigumarkaði og gat því ekki rifið út eldhúsið og keypt nýtt. Þá þótti henni of kostnaðarsamt að mála eða lakka allt eldhúsið. Í stað þess ákvað hún að nota vínilfilmu. 

Hún notaði sex metra af djúpgrænni filmu á hurðirnar á innréttingunni. Hún notaði svo fjóra metra af dalmatíumynstraðri filmu á milli innréttingarinnar og bekkplötunnar. Hún notaði líka dalmatíumynstrið á ísskápinn. Útkoman er hreint út sagt stórkostleg og gefur eldhúsinu mikið líf. 

Fangelsis eldhúsið.
Fangelsis eldhúsið. skjáskot/Instagram
Dalmatíufilman komin á.
Dalmatíufilman komin á. skjáskot/Instagram
Græna filman komin á og allt orðið miklu hlýlegra og …
Græna filman komin á og allt orðið miklu hlýlegra og fallegra. skjáskot/Instagram





mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál