Hafa ekki undan að senda Söngfuglinn til Danmerkur

Kay Bojesen Söngfuglinn í Midnight Blue-litnum hefur slegið í gegn. Aðeins voru 1.000 fuglar framleiddir og komu um 400 til Íslands. Hinir 600 fóru til Svíþjóðar og Póllands. Rósant Friðrik Skúlason markaðsstjóri Casa segir að þau hafi aldrei upplifað annað eins, en pöntunum frá Danmörku rignir inn því fuglinn fæst ekki í þessum bláa lit þar í landi. 

„Af einhverjum ástæðum tók enginn danskur söluaðili sénsinn á að panta þessa fugla. Þeir sjá mikið eftir því í dag enda hefur eftirspurnin á honum verið það mikil frá Danmörku að við höfum vart undan að afgreiða pantanir þangað. Við erum búin að selja að minnsta kosti 100 fugla nú þegar á einni viku. Von er á nýrri sendingu í vikunni og erum við með um það bil 60 Dani á biðlista sem vilja oftar en ekki kaupa 3-4 fugla hver, fyrir vini og kunningja,“ segir Rósant. 

Hann segir að tveir aðilar hafi haft samband og vilji kaupa meira en 10 fugla í þessum bláa lit fyrir starfsmenn sína en Söngfuglinn hefur verið vinsæl jólagjöf síðustu ár.

„Biðlistinn lengist bara og lengist, fyrstur kemur fyrstur fær. Við munum opna fyrir söluna á fuglinum aftur á vefsíðunni okkar um leið og hann lendir í vöruhúsi okkar seinni part þessarar viku, en það verður þó bara takmarkað magn sem við getum selt þar sem Danirnir eru búnir að tryggja sér stóran hluta af sendingunni.“

Fyrir þá sem ekki þekkja hönnuðinn Kay Bojesen þá fæddist hann 1886 og lést 1958. Hann byrjaði feril sinn sem silfursmiður hjá Georg Jensen þar sem hann vann bæði í París og í Þýskalandi. Áhugi hans á barnaleikföngum leiddi hann fljótt í aðra átt en nokkrum árum síðar var hann byrjaður að hanna skemmtilegar tréfígúrur sem fljótt urðu mjög vinsælar. Hugmyndin á bakvið fígúrurnar var að þær væru einfaldar svo að ímyndunarafl barnsins fengi að njóta sín. Í dag er hann einn af þekktustu hönnuðum Danmerkur og þá einkum fyrir trédýrin sín. Árið 1990 keypti Rosendahl framleiðsluréttinn á vörunum og í dag fá þær að njóta sín á heimilum fólks um allan heim. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál