Jólakettir Aðalheiðar Eysteinsdóttur mættir suður

Hér má sjá jólaketti Aðalheiðar Eysteinsdóttur í glugga Rammagerðarinnar.
Hér má sjá jólaketti Aðalheiðar Eysteinsdóttur í glugga Rammagerðarinnar.

Listakonan Aðalheiður S. Eysteinsdóttir er mörgum kunn fyrir listaverk sem prýða ýmsa staði á Íslandi. Einkum eru verk hennar áberandi á Norðurlandi en hún starfar við list sína bæði á Akureyri og á Siglufirði. Tilbrigðasterkir karakterar eftir Aðalheiði prýða til dæmis hótel á höfuðborgarsvæðinu en það getur þó verið erfitt að nálgast verk hennar sunnan megin á landinu.  

Rammagerðin hefur ákveðið að bjóða höfuðborgarbúum að kynnast þessum frábæra listamanni og hefur Aðalheiður lagt áherslu á jólaköttinn sem margir Íslendingar þekkja. Rammagerðin hefur ætíð verið þekkt fyrir að gera jólunum hátt undir höfði og eru margir sem muna eftir gömlu jólasveinunum sem hreyfðu sig ævintýralega hérna fyrir margt löngu. Núna eru bæði jólakettir Aðalheiðar og gömlu jólasveinarnir mættir í glugga Rammagerðarinnar þar sem bæði tengjast menningu okkar og arfleifð og eru allir velkomnir til að berja herlegheitin augum.

Listakonan Aðalheiður S. Eysteinsdóttir hélt eftirminnilega sýningaröð þegar hún varð …
Listakonan Aðalheiður S. Eysteinsdóttir hélt eftirminnilega sýningaröð þegar hún varð fertug; opnaði 40 sýningar á jafn mörgum dögum víða um heim. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Hér má sjá verk eftir Aðalheiði.
Hér má sjá verk eftir Aðalheiði. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Gömlu jólasveinarnir eru komnir aftur út í glugga í Rammagerðinni …
Gömlu jólasveinarnir eru komnir aftur út í glugga í Rammagerðinni á Skólavörðustíg.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál