Jólaskrautið komið upp í Hvíta húsinu

Melania Trump er búin að skreyta.
Melania Trump er búin að skreyta. Skjáskot/Instagram

Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna, kláraði að skreyta í Hvíta húsinu áður en hún flaug yfir Atlantshafið með eiginmanni sínum Donald Trump. Þau eru nú stödd í Bretlandi en heima í Washington D.C. er heldur betur orðið jólalegt.

Jólaskrautið þetta árið er einstaklega fallegt og hefur hingað til ekki stuðað neinn. Í fyrra voru jólaskreytingar forsetafrúarinnar gagnrýndar og sagðar skírskota í þættina um Sögu þernunnar eða Handmaid's Tale.

Þá voru jólatrén rauð en í ár eru þau græn með gylltu skrauti. Frú Trump segir á Instagram að þemað sé „The Spirit of America“ eða „Andi Ameríku“.

View this post on Instagram

“The Spirit of America” #ChristmasWhiteHouse2019

A post shared by First Lady Melania Trump (@flotus) on Dec 2, 2019 at 2:42am PST

Hlýlegt í Hvíta húsinu þetta árið.
Hlýlegt í Hvíta húsinu þetta árið. Skjáskot/Instagram
mbl.is