Jafnar út gluggatjöldin með klósettrúllum

Sophie Hinchliffe er þrifadrottning Bretlands.
Sophie Hinchliffe er þrifadrottning Bretlands. skjáskot/Instagram

Það er mikið í tísku núna að gefa hlutum nýtt líf og nýta það sem til er á heimilinu til að gera fallegt. Klósettrúllur falla til á flestum heimilum og enda lífdaga sína yfirleitt í papparuslinu. Þær þurfa þó alls ekki að enda þar ef gardínur hanga á heimilinu.

Það getur verið eilíf barátta að halda fellingunum á gluggatjöldunum jöfnum og varla má draga smá frá án þess að þær fari í algjört rugl. Ef þú ert einn af þeim sem þola ekki ójafnar gardínur er þetta ráð fyrir þig.

Breska þrifadrottningin Sophie Hinchliffe er eins konar Sólrún Diego Bretlands. Hún heldur úti samfélagsmiðlareikningi þar sem hún deilir þrifa- og heimilisráðum með fylgjendum sínum. 

Hinchliffe notar klósettrúllur til þess að halda bilinu á milli fellinganna á gardínunum sínum jöfnum. Ráðið er að mati fylgjenda hennar gríðargott og sparar eflaust mörgum nokkrar mínútur á viku við að laga gardínurnar.

Það er hægt að skera rúllurnar til svo bilið þarf ekki að vera jafn langt og rúllan. Þá er ekki nauðsynlegt að taka gluggatjöldin niður af stönginni heldur má klippa rúlluna og smella þeim inn í bilin á stönginni. 

Fyrir og eftir klósettrúllurnar.
Fyrir og eftir klósettrúllurnar. skjáskot/Facebook
Klósettrúllurnar sjást ekkert.
Klósettrúllurnar sjást ekkert.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál