Sigga Heimis hætt í IKEA og komin með nýtt starf

Sigga Heimis iðnhönnuður fer að vinna hjá Marel um áramótin.
Sigga Heimis iðnhönnuður fer að vinna hjá Marel um áramótin.

Iðnhönnuðurinn Sigga Heimis er hætt að vinna fyrir sænska móðurskipið IKEA eftir rúmlega 20 ára starf hjá fyrirtækinu. Strax eftir áramót hefur hún störf hjá íslenska fyrirtækinu Marel. 

„Ég er með ódrepandi og brennandi áhuga á nýsköpun og vöruþróun og Marel er á vegferð sem er ótrúlega spennandi. Starfið sem ég mun taka við heitir Platform & strategy director og ég mun vinna með að samhæfa vöruþróun innan fyrirtækisins sem fer fram á mörgum stöðum í heiminum,“ segir Sigga í samtali við Smartland. 

Þótt Sigga hafi unnið hjá IKEA í meira en tvö árautgi þá hefur hún líka sinnt eigin hönnunarverkefnum og tíma var hún hönnunarstjóri hjá Fritz Hansen í Danmörku sem framleiðir húsgögn Arne Jacobsen. Þegar Sigga er spurð að því hvort hún muni ekki sakna IKEA segir hún að það sé mikilvægt að hrista upp í hlutunum reglulega. Og þetta hafi verið réttur tímapunktur. 

„Ég byrjaði hjá IKEA 1998 og er búin að fylgja því fyrirtæki síðan. IKEA hefur á þeim tíma rúmlega þrefaldast og sá tími fannst mér algjörlega frábær. Nú langar mig að helga mig nýsköpun á sviði sem getur haft áhrif á mikilvæga heimsþróun. Marel er þar fremst í flokki hvað varðar jákvæðar breytingar þar á mikilvægu sviði, mat,“ segir hún. 

Hér er Sigga með risastórt glerhjarta sem hún hannaði.
Hér er Sigga með risastórt glerhjarta sem hún hannaði. mbl.is/Kristinn Ingvarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál