Á Kim Kardashian skrítnasta jólaskrautið?

Kim Kardashian West er búin að skreyta.
Kim Kardashian West er búin að skreyta. Samsett mynd

Raunveruleikaþáttastjarnan Kim Kardashian West er búin að skreyta fyrir jólin. Jólaskraut Kardashian West er heldur óhefðbundið og ekki mjög litríkt. 

Kardashian West sýndi jólaskrautið á heimili sínu og tónlistarmannsins Kanye West á Instagram í gær. Á gangi í húsinu er fjöldi hvítra púða-jólatrjáa, ef jólatré má kalla. Púðatrén eru án efa einstaklega sérstakt val á jólaskrauti en þau hjónin eru þekkt fyrir sérstakan smekk á innanhússhönnun. 

Fjölskyldan er einnig búin að setja upp hefðbundið jólatré, sem er einnig hvítt. Það er skreytt með hvítri ljósaseríu, en engum jólakúlum. 

Jólapúðatrén.
Jólapúðatrén. Skjáskot/Instagram
Skjáskot/Instagram
Jólatré Kardashian West-fjölskyldunnar.
Jólatré Kardashian West-fjölskyldunnar. Skjáskot/Instagram
mbl.is