Svona safnaði Helgi Jean fyrir einbýli

Helgi Jean Classen.
Helgi Jean Classen.

Helgi Jean Classen skemmtikraftur og hlaðvarpsstjarna festi nýlega kaup á sínu fyrsta húsnæði. Hann réðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur heldur keypti einbýlishús í Mosfellsbæ. 

„Ég var á leigumarkaði og missti íbúðina. Þá tók ég þá ákvörðun að byrja af krafti að spara. Ég bjó svo vel að geta flutt aftur heim í föðurhúsin. Mér leið ekki beint eins og töffara að flytja aftur heim og sparnaðurinn tók mun lengri tíma en ég ætlaði. En það er fallegt og gott að búa með pabba sínum og ég er mjög þakklátur fyrir tímann okkar undir sama þaki,“ segir Helgi Jean.

Er ekki rosa bratt að kaupa heilt hús?

„Mömmu fannst það allavega fyrst en þegar maður veit eitthvað í hjartanu þá verður ekki aftur snúið. Ég hefði ekki getað hætt við þótt ég vildi. Ég er í eigin rekstri þannig að ég leit á þetta sem heimili og fjárfestingu um leið,“ segir hann. 

Þarf að breyta einhverju í húsinu?

„Húsið er að mestu upprunalegt og eins heillandi og það getur hljómað um ýmsa hluti þá er það tækifæri til breytinga. Ég hef því fengið vinkonu mína Sólveigu Guðmundsdóttur til að teikna húsið upp á nýtt að innan og svo er smiðurinn Orri með mér í liði að láta þetta allt gerast,“ segir Helgi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál