Auðmaður lét rífa hús á Seltjarnarnesi

Kári Guðjón Hallgrímsson fjárfestir starfar hjá JP Morgan í Lundúnum.
Kári Guðjón Hallgrímsson fjárfestir starfar hjá JP Morgan í Lundúnum. Ljósmynd/Skjáskot Linkedin.com

Kári Guðjón Hallgrímsson, fjárfestir og stjórnandi á skuldabréfasviði fjárfestingabankans JP Morgan í Lundúnum, hefur látið rífa einbýlishús á Seltjarnarnesi. Um er að ræða fasteign við Hamarsgötu 8 á Seltjarnarnesi en lóðin sem stendur við hlið hennar, Hamarsgata 6 er óbyggð. 

Fasteignakaupin fóru fram 2016 en nú er búið að jafna húsið við jörðu. Fasteignamat á Hamarsgötu 6 er 16.200.000 kr. og Hamarsgötu 8 er 138.650.000 kr. 

Áform eru um að byggja eitt hús á lóðunum tveimur en í greinargerð á vefnum Seltjarnarnes.is kemur fram að rífa hafi þurft Hamarsgötu 8 vegna myglu og raka. 

Svona lítur teikning af Hamarsgötu 6 út. Húsið fellur vel …
Svona lítur teikning af Hamarsgötu 6 út. Húsið fellur vel inn í umhverfið. Ljósmynd/Seltjarnarnes.is

„Lambastaðahverfi á Seltjarnarnesi er nánast fullbyggt íbúðahverfi með langa sögu. Um er að ræða íbúðasvæði með fjölbreyttum húsagerðum sem hafa byggst upp á löngum tíma. Elsta húsið er Lambastaðabraut 10, Lambastaðahúsið, en hluti þess er frá 1901. Eina óbyggða lóðin í hverfinu er Hamarsgata 6. Hamarsgata 8 er byggt árið 1963 og skv. gildandi deiliskipulagi nýtur ytra byrði þess hverfisverndar,“ segir á vef bæjarfélagsins.

Þar kemur fram að heimilt sé að byggja einnar hæðar einbýlishús með kjallara og innbyggðri bílageymslu. Hámarkshæð bygginga yfir gólfi aðkomuhæðar er 5 m. 

Vegna kaupa Kára Guðjóns á Hamarsgötu 6 og 8 var deiliskipulagi breytt. 

„Lóðir að Hamarsgötu 6 og 8 verða sameinaðar og byggt verður eitt einbýlishús á lóðinni. Lóðin verði nr. 6. Núverandi hús á lóð nr. 8 verður fjarlægt þar sem það er illa farið af raka og myglu. Umsögn Minjaverndar dags. 20. nóv. 2017 kveður á um að það falli ekki undir verndunarákvæði og að stofnunin muni ekki beita sér fyrir friðlýsingu hússins. Ákvæði um hverfisvernd mun því falla niður,“ segir jafnframt á vef bæjarfélagsins. 

Svona er að um að litast við Hamarsgötu 6 og …
Svona er að um að litast við Hamarsgötu 6 og 8 í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Upphaflega voru tvö hús við Hamarsgötu 6 og 8.
Upphaflega voru tvö hús við Hamarsgötu 6 og 8. Ljósmynd/Seltjarnarnes.is
Svona mun kortið líta út þegar búið verður að byggja …
Svona mun kortið líta út þegar búið verður að byggja húsið við Hamarsgötu 6. Ljósmynd/Seltjarnarnes.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál