Reddar sér með jólaköku úr Kolaportinu

Christine Gísladóttir ljósmyndari.
Christine Gísladóttir ljósmyndari.

Christine Gísladóttir er listljósmyndari, búsett í Reykjavík en ólst upp á Selfossi. Hún kemur úr listelskri fjölskyldu og mælir með að fólk gefi list um jólin. Christine hefur alltaf verið listræn og man þegar hún var lítil stelpa úti í móa í gúmmístígvélunum sínum að búa til ímynduð heimili úr hömrunum og tíndi villt blóm.

„Móðir mín var frá Vínarborg, ljósmóðir en hafði líka lagt stund á leiklist þar í borg og þekkti m.a Romy Schneider og Hundertwasser. Faðir minn efnafræðikennarinn hefur alla tíð teiknað, málað og gert veggteppi úr ull þannig að ég ólst upp við umræður um myndlist, leiklist, tónlist og bókmenntir. Önnur af systrum mínum er keramikerinn Katrín sem starfar undir listanafninu Katra. Ég fékk snemma mikinn áhuga á ljósmyndun, innanhússhönnun, garðlist og íslensku flórunni og mínar bestu stundir voru þegar ég var lítil stelpa úti í móa í gúmmístígvélunum mínum þar sem ég bjó til ímynduð heimili í hömrunum og tíndi villt blóm.“

Blóm mikilvæg um jólin

Sjálf lærði hún blómaskreytingar í Garðyrkjuskólanum.

„Þegar ég var um fertugt hóf ég nám í Ljósmyndaskólanum hjá Sissu ljósmyndara. Það nám var mjög krefjandi en skemmtilegt og er ein af bestu ákvörðunum sem ég hef tekið um ævina og það veitir mér ómælda ánægju að starfa sem listljósmyndari.“

Christine er meðlimur í listamannafélaginu Grásteinn ásamt 10 öðrum listamönnum og reka þau listagalleríið Gallery Grástein á Skólavörðustíg 4 í Reykjavík.

„Ég tek mikið myndir af íslensku flórunni þar sem ég er svo hugfangin af henni og hef verið að skoða blómin út frá þeirri hugmynd að það eru margar birtingarmyndir af fegurðinni. Kyrrðin er mér líka mjög mikilsverð og fjalla mörg af verkum mínum um kyrrðina. Kyrrðina í fegurðinni, litunum og formunum. Ég geri einungis 2-3 eintök af hverju verki auk eintaks listamanns.“


Ertu mikið fyrir jólin sjálf?

„Ég er mikið jólabarn og ekki spillir þá fyrir að eiga afmæli annan í jólum. Ég nota alltaf mikið af lifandi blómum til að skreyta á jólunum og klippi mikið af greinum úr garðinum til að skreyta með. Mér finnst ekkert fallegra í jólaskreytingar en rauðar rósir með greni og öðrum jólalegum greinum og vil helst hafa mikið af blönduðu sígrænu í vösum og pottum um allt húsið, og einnig fyrir utan húsið. Ég á svo yndislegan mann, Grím Arnarson, sem er álíka mikið jólabarn og ég, og ekki spillir að hann er listakokkur og bakar laufabrauð, rúgbrauð og fleira í fyrirtæki okkar Kökugerð HP á Selfossi. Síðustu ár hef ég líkt og margir Íslendingar byrjað að skreyta fyrr en ég gerði áður og set orðið jólatréð upp viku fyrr til að geta notið dásemdarinnar lengur.“

Skreytir með tónlist um jólin

Hvað með tónlist um jólin?

„Ég „skreyti“ líka með lágværri fallegri tónlist og hef haft það fyrir sið sem yngsta dóttir Sif mín fann upp á þegar hún var lítil; að baka piparkökur á Þorláksmessu í stað þess að vera í jólastressi. Það er algjörlega dásamlegt! En mig langar líka að deila með ykkur litlu leyndarmáli sem ég nota þegar ég kemst ekki í að baka annað en piparkökurnar fyrir jólin og það er dásamlega lagtertan sem Kökugerð HP bakar og selur eingöngu í Kolaportinu.

Við mæðgur elskum að pakka inn og í ár verður það blanda af grófu efni í bland við glimmer. Ég reyni að gefa mér mikinn tíma í desember að hitta eldri börnin okkar tvö þau Andreu og Gísla og börnin þeirra og eru það mínar bestu stundir þegar við hittumst öll fjölskyldan því við erum svo tengd. Þegar jólin nálgast þá finnst mér ómissandi að taka til og breyta aðeins og draga smátt og smátt fram fallegu jólahlutina mína og ég verð að viðurkenna að það er ansi margt sem ég hef keypt í Magnólíu á Skólavörðustígnum. Þessi yndislega fallega búð er algjörlega að mínum smekk og ekki skemmir hvað þær Inga Kristín og Bryndís eru mikið gull af manni.“

Heimilið fullt af litaverkum

Heimili Christine er fullt af lömpum, púðum og teppum frá Magnólíu. Borðbúnaðurinn er einnig frá versluninni, eitthvað sem fjölskyldan elskar.

„Á heimilinu mínu er líka að finna mikið af listaverkum frá föður mínum og keramiki systur minnar og ekki síst húsgögnum og fleiru frá ömmu minni og afa á Kaplaskólsveginum, fallegir og vandaðir hlutir sem geyma góðar minningar. Þessi tími ársins er gullið tækifæri fyrir fallegar myndatökur, ekki síst við jólaundirbúninginn og það verða oft til fallegar stemningsmyndir þegar börnin baka piparkökur og fleira. Það sem ég geri líka til að ná fallegum myndum af fjölskyldunni um jólin er að fara út í náttúruna, skóginn, garðinn og taka myndir þar því birtan er oft svo falleg en það þarf reyndar að hafa það í huga að það er stuttur tími yfir daginn sem birtan lifir.“

Hvers óskar þú þér um jólin?

„Það er von mín að allir finni kyrrðina og fegurðina í hjarta sínu og haldi sín jól með því sniði sem hentar þeim best og njóti þess að finna hvernig byrjar aftur að birta til.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál