María keypti allt innbúið í Póllandi

María Kristín Örlygsdóttir hefur búið sér fallegt heimili.
María Kristín Örlygsdóttir hefur búið sér fallegt heimili. Ljósmynd/Alexander Þór Elfarsson

María Kristín Örlygsdóttir snyrtifræðingur er búsett í fallegu raðhúsi á Selfossi ásamt eiginmanni sínum Elvari Gunnarssyni. Fyrr á þessu ári flutti fjölskyldan úr stóru einbýlishúsi í minni íbúð í raðhúsi. Þau vildu minnka við sig og fór María til Póllands að kaupa inn fyrir húsnæðið. 

María Kristín og Elvar eiga þrjú börn, þau Sif, Brynjar Þór og Írisi Örnu. Tvö elstu börnin eru farin að heiman sem er ástæðan fyrir því að þau vildu minnka við sig.

Eins vildu þau einfalda líf sitt með því að fara í nýtt húsnæði þar sem allir hlutir ættu sér stað.

„Mér finnst dásamlegt að vera flutt í minna húsnæði sem við höfum gert upp frá grunni. Það er allt nýtt, eftir mínum smekk en hver fermetri einstaklega vel nýttur. Við fengum húsnæðið fokhelt og höfum síðan innréttað það eftir bestu getu þannig að öllum líði vel heima. Það er einfalt að ganga um og lítið mál að þrífa. Við sjáum fyrir okkur góðar stundir í framtíðinni þar sem við leggjum áherslu á lífið og minningar í stað þess að eyða tíma í of stóru húsnæði með of mörgum hlutum,“ segir María.

Samvinnuverkefni fjölskyldunnar

Fjölskyldan býr yfir mikilli þekkingu þegar kemur að verkhæfni og var nýja húsið einskonar samvinnuverkefni þar sem allir lögðu eitthvað til.

„Ég fékk að njóta mín þegar kom að hugmyndum og hönnun.

Eiginmaður minn er málarameistari og sá um að mála húsnæðið.

Síðan er bróðir minn Ingvar Örlygsson húsasmíðameistari hússins. Pabbi sem er rafmagnsverkfræðingur teiknaði alla lýsingu í húsið ásamt því að leggja rafmagnið.

Við höfðum fagmann í hverju verki sem tengist fjölskyldunni með einum eða öðrum hætti. Mamma kom meira að segja að því að sauma gardínurnar. Hún er frábær saumakona og vissi hvað ég vildi. Það að minnka við sig er frábær valkostur, sér í lagi þegar mann langar að gera fleira en að fjárfesta einvörðungu í húsinu sem maður býr í.“

Keypti í Póllandi það sem þurfti

María fór þá leið að ferðast til Póllands til að kaupa allt sem til þurfti til að standsetja húsið. Þar keypti hún í raun allt nema innréttingar, borðplötur og tæki í eldhúsið.

„Ferðin var ákveðin með mánaða fyrirvara. Ég fékk vinkonur mínar, þær Silju Sigríði Þorsteinsdóttur og Lilju Georgsdóttur, með í för. Ég ákvað að nýta mér þjónustu Kaupfélags um Pólland á Facebook þar sem ég ferðaðist til Gdansk og kláraði innkaupin á fjórum klukkustundum í verslun sem heitir Leroy Merlin. Kaupfélag um Pólland útvegaði mann úti sem sá um að tala pólsku í búðinni. Síðan var einnig séð um flutning og pappírsvinnu á vörunum sem ég keypti fyrir heimilið úti. Við nýttum okkur þjónustu Uber og greiddum herramanninum sem túlkaði fyrir okkur 3.000 kr. á klukkustund, fyrir að leiðbeina okkur og sjá um afgreiðslu á vörunum í versluninni. Það talar enginn ensku þarna úti.

Í Leroy Merlin, sem er eins og Húsasmiðja Póllands, keypti ég parket, hurðir, blöndunartæki inn á baðið, handklæðaofn, skrúfur, fúgu, undirlag, bílskúrhurðarsopnara, efni fyrir 60 fm viðarpall, klósett og flísar svo eitthvað sé nefnt.

Allt sem ég keypti kostaði í kringum 900 þúsund krónur. Vörurnar kostuðu síðan í kringum 1,7 milljónir króna þegar heim var komið. Sem mér reiknast til að sé helmingi ódýrara en ef við hefðum verslað hér heima.“

Verðlag sem kom á óvart

María var hrifin af borginni Gdansk.

„Ég bauð vinkonum mínum í þriggja rétta máltíð, fordrykk og rauðvín með matnum. Allt þetta kostaði rétt yfir 10.000 kr. sem er langt frá því verðlagi sem við þekkjum hér heima. Eins er falleg strönd nálægt hótelinu þar sem við gistum. Þó að við hefðum eytt fjórum klukkustundum í verslunarleiðangur notuðum við stóran hluta ferðarinnar til að skemmta okkur saman og gera eitthvað áhugavert til að treysta vinaböndin.“

Þegar kemur að uppáhaldsstaðnum í húsinu bendir María á eldhúsið sem hún segir hjartað í húsinu.

„Við fjölskyldan eigum dýrmætar stundir í eldhúsinu, þar sem við eldum og lögum huggulegt kaffi. Eins eru vinkonur mínar duglegar að líta inn hjá mér. Þá sitjum við í eldhúsinu og tölum um daginn og veginn.“

Stefnir að því að opna snyrtistofu

María hefur í tæpa þrjá áratugi unnið á Snyrtistofu Ólafar. Þeirri stofu verður senn lokað þar sem Ólöf er komin á aldur. María hefur hins vegar tekið þá ákvörðun að venda sínu kvæði í kross og setja á laggirnar eigin snyrtistofu ásamt Guðnýju Ólafsdóttur.

„Snyrtistofan verður staðsett við Larsensstræti. Við verðum tvær með stofuna, svo ég ætla ekki að ráða öllu. Við munum bjóða upp á allskonar þjónustu, þar sem falleg húð og frísklegt útlit verður í öndvegi. Við erum ekki búnar að finna nafn á nýja fyrirtækið en þetta verður Guinot-snyrtistofa með öllu því besta sem er í boði í dag.

Við ætlum að leggja áherslu á húðslípun, augabrúna tattoo, andlitsböð og fleira áhugavert. Við verðum með Smashbox-snyrtivörurnar og hlökkum mikið til að fara af stað með þetta skemmtilega verkefni.“

Ljósmynd/Alexander Þór Elfarsson
Ljósmynd/Alexander Þór Elfarsson
Ljósmynd/Alexander Þór Elfarsson
Ljósmynd/Alexander Þór Elfarsson
Ljósmynd/Alexander Þór Elfarsson
Ljósmynd/Alexander Þór Elfarsson
Ljósmynd/Alexander Þór Elfarsson
Ljósmynd/Alexander Þór Elfarsson
Ljósmynd/Alexander Þór Elfarsson
Ljósmynd/Alexander Þór Elfarsson
Ljósmynd/Alexander Þór Elfarsson
Ljósmynd/Alexander Þór Elfarsson
Ljósmynd/Alexander Þór Elfarsson
Ljósmynd/Alexander Þór Elfarsson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál