Skúli Mogensen, Kári og Baltasar stóðu í stórræðum

Skúli Mogensen reyndi að selja glæsihús sitt á Seltjarnarnesi á …
Skúli Mogensen reyndi að selja glæsihús sitt á Seltjarnarnesi á árinu. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Það var margt að gerast á fasteignamarkaðnum 2019. Á meðan Anna Margrét Jónsdóttir og Árni Harðarson keyptu eitt dýrasta hús landsins reyndi Skúli Mogensen að selja sitt. 

Anna Margrét Jónsdóttir og Árni Harðarson festu kaup á þessu …
Anna Margrét Jónsdóttir og Árni Harðarson festu kaup á þessu glæsihúsi.

Glæsihúsið sem Anna Margrét og Árni festu kaup á stendur við Skildinganes 40. Þau keyptu húsið af Svölu og David Pitt. Húsið er einstakt á allan hátt. 

Svo var það Baltasar Kormákur sem festi kaup á glæsieign við Smáragötu í Reykjavík eftir að hann og fyrri eiginkona hans skildu. 

Kærustuparið Guðrún Emilsdóttir og Dagur Ólafsson tóku sig til og gjörbreyttu baðherberginu heima hjá sér fyrir 35.000 krónur sem þykir frekar lág upphæð þegar kemur að breytingu á þessu rými íbúðar. 

Hrólfskálavör er eitt af fínustu húsum Íslands.
Hrólfskálavör er eitt af fínustu húsum Íslands. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson

Skúli Mogensen var mikið í fréttum 2019 og þá sérstaklega eftir að flugfélagið WOW air varð gjaldþrota. Smartland greindi frá því að Skúli hefði fært einbýlishús sitt á Seltjarnarnesi yfir á sjálfan sig en áður var það skráð á félag í hans eigu. 

Þessi mynd var tekin í stofunni hjá Jónasi R. og …
Þessi mynd var tekin í stofunni hjá Jónasi R. og Helgu áður en íbúðin fór á sölu.

Svo voru sagðar fréttir af því að Jónas R. Jónsson fiðlusmiður og Helga Benediktsdóttir arkitekt væru  flutt úr landi og þess vegna væri glæsiíbúð þeirra komin á sölu. 

Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson

Í október bárust fréttir af því að Skúli Mogensen væri búinn að láta gera vefsíðu fyrir einbýlishús sitt við Hrólfsskálavör og birtust þar glæsilegar myndir Gunnars Sverrissonar ljósmyndara sem myndaði húsið í bak og fyrir. 

Sveinn R. Eyjólfsson, fyrrverandi eigandi DV, og eiginkona hans, Auður Sigríður Eydal, settu 239 milljóna hús á sölu. Húsið hefur nokkra sérstöðu því bæði er það stórt en það er líka með stórri sundlaug sem heyrir eiginlega sögunni til í dag. 

Petra Breiðfjörð stóð í stórræðum því hún gerði upp þriðja eldhúsið á þremur árum. Í viðtali við Guðrúnu Selmu Sigurjónsdóttur blaðamann sagði hún að þau hefði dreymt um svart eldhús og draumar séu til að láta þá rætast. 

Anna Margrét Jónsdóttir og Árni Harðarson keyptu ekki bara fallegt hús heldur seldu þau fasteign sína við Túngötu 34 á árinu. 

Svo var nett 2007 stemning á Seltjarnarnesi þegar Kári Guðjón Hallgrímsson fjárfestir lét rífa hús við Hamarsgötu 8 og keypti svo lóðina við hliðina til að byggja stórt og mikið hús sem mun falla vel inn í umhverfið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál