„Flygillinn uppáhaldshúsgagnið!“

Sigríður Soffía Hafliðadóttir.
Sigríður Soffía Hafliðadóttir.

Sigríður Soffía Hafliðadóttir er sannkallaður fagurkeri sem gengur sjö km daglega um borgina. Hún nærir líkama og sál með tónlist. Á tvö börn og elskar að syngja. Eins er hún mikið fyrir að teikna.

Hvað keyptir þú síðast inn á heimilið?

„Ég keypti mér hringlaga bastmottu og fallegan gólflampa í ILVA nýverið á mjög góðum afslætti!“

Hvað dreymir þig um að eiga heima?

„Man-sófann eða Mammoth-sófa frá NORR11, sem er falleg verslun með fallegum vörum.“

Hver er uppáhaldsmorgunmaturinn?

„Rótsterkur cappuccino á Mokka.“

Hver er uppáhaldshönnuðurinn?

„Mér finnst FÓLK Reykjavík ótrúlega flottur og spennandi hópur íslenskra hönnuða.“

Hvað er skemmtilegast að gera heima?

„Ég vinn aðallega á kvöldin svo mér finnst ótrúlega notalegt þegar við strákarnir mínir (Hafliði Evert þriggja ára og Maríus Elí 19 mánaða) kveikjum á uppáhaldsbíómyndinni okkar, Boss Baby, á laugardagsmorgni og borðum eitthvað gott með myndinni.“

Hvað þarf gott svefnherbergi að hafa?

„Fallega lýsingu, almennilegar gardínur og ég tala nú ekki um góð og vönduð rúmföt. Ekkert er betra en að leggjast í silkimjúk rúmföt eftir langan vinnudag.“

Hvað er í snyrtitöskunni?

„Mac-varalitur, varasalvi, Becca-highlighter, Becca-kinnalitur og Maybelline-maskari.“

Hver eru uppáhaldsheimafötin?

„Farmers Market-ullarpeysa mannsins míns og gammósíur.“

Hvernig heldur þú þér í formi, bæði andlega og líkamlega?

„Ég er hálfgerður styrktaraðili World Class, borga mitt mánaðargjald en mæti aldrei. Þarf að fara að gera eitthvað í þeim málum. Mig langar að byrja í afró-dansi í Kramhúsinu. Annars geng ég um það bil sjö km á dag með góða tónlist í eyrunum. Söngurinn og kórastarfið færa mér einnig gríðarlega næringu – bæði andlega og líkamlega.“

Hvert er uppáhaldshúsgagnið?

„Uppáhaldshúsgagnið heima hjá mér er sennilega tungusófinn og flygillinn!“

Hvað er Blómkollur?

„Ég hanna rúmföt fyrir ungbörn og fullorðna undir nafninu Blómkollur. Rúmfötin eru unnin úr hágæða 400 þráða bómullarsatíni.

Myndverkin á rúmfötunum eru teiknuð af mér. Ég vatnslitateikna íslensku flóruna, vel mínar uppáhaldstegundir, síðan raða ég upp blómunum og mynda þetta symmetríska forna form sem ég hef heillast af í langan tíma; mandölu.“

Hvað er skemmtilegast að skapa?

„Ég hef lengi vel sótt mikið í það að teikna og vatnslita en eftir að ég eignaðist yngri son minn, í febrúar 2018, hef ég hreinlega ekki komist í það að setjast niður og teikna. Ég sakna þess pínu. Annars finnst mér ómetanlegt að skapa samhljóm með kórkonunum mínum. Sönggleðin skín úr augum allra og ég kem alltaf endurnærð heim eftir kóræfingarnar seint á kvöldin.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál