Hvernig væri að mála með ljósum lit eftir áramótin?

Gifs, viður og steinn fara einstaklega vel saman eins og …
Gifs, viður og steinn fara einstaklega vel saman eins og sjá má á þessari ljósmynd.

Khoury & Vogt, arkitektar á Miami, eru með dásamlegar hugmyndir fyrir heimilið. Þau Erik Vogt og Marieanne Khoury sem stofnuðu stofu saman árið 2001 hafa bæði sérstakt auga fyrir smáatriðum, litum og nýjum hugmyndum í bland við gamlar hefðir.

Sjón er sögu ríkari. Hér eru nokkrar hugmyndir í þeirra anda en eitt er víst að eftir að skoða hugverk þeirra og hönnun myndast mikil löngun til að mála allt hvítt eftir liti og skraut jólahaldsins. 

Viðarklædd dyraop

Inngangur í rými getur sett svip á heimilið. Að klæða dyraop með viði getur verið einstaklega fallegt og heimilislegt. 

Viður í lofti

Eitt af því sem einkennir falleg heimili er hvernig loftin eru klædd. Af hverju ekki að prófa að klæða hluta af lofti með viðarklæðningu til að gera stílinn á heimilinu fallegri og einnig til að hljóðeinangra húsið?

Innbyggður sófi

Það sem einkennir falleg heimili er þegar húsgögn eru byggð inn í veggi eða inn í svæði. Þetta er hægt að gera bæði í eldhúsi, í stofu eða herbergjum. 

Einstaklega hugguleg hugmynd sem fleiri ættu að nýta sér. 

mbl.is