Einstök 151 fm íbúð við Drápuhlíð

Við Drápuhlíð í Reykjavík stendur afar hugguleg 151,2 fm íbúð sem búið er að endurskipuleggja og bæta. 2017 var eldhús fært til þannig að nú er eldhús, stofa og borðstofa í sama rými. Í eldhúsinu er hvít innrétting frá HTH með steyptum borðplötum. Í eldhúsinu er gott skápapláss og líka gott vinnupláss. 

Í stofunni er einn veggur málaður í bláum lit sem fer vel við bláar hillur sem prýða vegginn og skapa fallega heild. Falleg húsgögn prýða stofuna eins og Floslampinn sem fæst í Casa. 

Eins og sést á myndunum er íbúðin einstaklega falleg og vel skipulögð. 

Af fasteignavef mbl.is: Drápuhlíð 26

mbl.is