Lakkaði allt sjálf með Bessastaðalakkinu

mbl.is/Kristinn Magnússon

Sesselja Thorberg sem rekur hönnunarfyrirtækið Fröken Fix festi kaup á glæsilegu húsi í Vesturbæ Reykjavíkur ásamt eiginmanni sínum. Húsið þurfti nokkra yfirhalningu áður en þau fluttu inn. Þau hjónin máluðu allt sjálf og lögðu mikla vinnu í að stíflakka glugga svo dæmi sé tekið.

Sesselja er gestur Heimilislífs á Smartlandi þessa vikuna og af því tilefni ákvað ég að spyrja hana örlítið betur út í litapallettu heimilisins og vinnuna á bak við þetta verkefni.

Hvað varstu að hugsa þegar þú valdir liti á þitt eigið heimili?

„Eins og í öllum verkefnum þá vel ég liti sem henta best birtu og umhverfi. Mitt eigið heimili er þar engin undantekning. Þetta er jú gamalt hús svo ég kaus að nota Monroe-hvítan á alla gangana þar sem þeir eru þröngir. Hvítu hurðirnar sjá um að poppa upp þar því Monroe-hvítur er með örlitlum gráum undirtóni. En öll herbergi fengu sinn dekkri lit – sitt þema,“ segir Sesselja.

Litirnir á heimili Sesselju og fjölskyldu eru ákaflega fallegir. Monreo-hvítur er ríkjandi á alla ganga og tengirými og svo setti hún 80% Helmi-lakk úr Slippfélaginu á alla glugga.

„Svo setti ég svart matt lakk á glugga í sjónvarpsherberginu og á bakhlið útidyrahurðarinnar. Liturinn Huggulegur fór á eldhúsið og liturinn Dásamlegur á borðstofuna, Temmilegur í stofuna, Glæsilegur í möttu í sjónvarpsherbergið, alla veggi og loft og svo fór Kiddahvítur á öll önnur loft,“ segir hún.

Nú lakkaðir þú allt sjálf með Bessastaðalakkinu, segðu mér betur frá því?

„Jah, ég kallaði nú bara lakkið Bessastaðalakk þar sem það er svo svakalegur glans á því, eins og það sé alltaf blautt. Svolítill forsetastíll á því. En það heitir Helmi 80m,“ segir Sesselja.

Hver vegna skiptir máli að vera með allt stíflakkað?

„Ég geri það alls ekki alltaf í verkefnum en mjög oft í svona gömlum húsum. Gluggarnir eru auðvitað einn besti kostur hússins og mikil birta. Til þess að gera meira úr þessari fallegur náttúrulegu birtu er best að hafa endurkastið sem mest í gluggunum. Þetta var alveg heljarinnar vinna, ég viðurkenni það, en algjörlega þess virði. Aftur á móti kaus ég að lakka gluggann í sjónvarpsherberginu svartan og mattan af sömu ástæðu – til þess að draga úr endurkasti sólar.“

Hvað finnst þér hafa komið best út hvað litina varðar?

„Ég var ánægð með þá alla, enda þú getur rétt ímyndað þér hversu mikil hugsun fór í þetta hjá Fröken Fix. En ætli ég sé ekki ánægðust með að hafa kýlt á það að setja Glæsilegan í sjónvarpsherbergið. Hann þjónar algjörlega sínu hlutverki í því rými og það kemur vel út að mála loft og skápa í sama lit. En svo er ég líka mjög hrifin af Temmilegum. Hann er meira græntóna á sumrin þegar laufin eru í trjánum fyrir utan og meira grár á veturna sem tónar við snjóinn og berar trjágreinarnar.“

Sesselja Thorberg er Fröken Fix.
Sesselja Thorberg er Fröken Fix. Ljósmynd/Saga SIg
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »