Myndir þú borga 600.000 fyrir leigu á þessu parhúsi?

Suðurgata 4 er glæsilegt parhús sem byggt var 1906.
Suðurgata 4 er glæsilegt parhús sem byggt var 1906.

Guðjón Pedersen og Katrín Hall eru skráðir eigendur að 290 fm fasteign við Suðurgötu 4 í Reykjavík. Parhúsið hefur verið í útleigu síðustu ár. Nú síðast leigðu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona og Margrét Kristín Blöndal, tónlistarmaður og formaður Samtaka leigjenda, parhúsið. Þær kusu að deila húsaleigunni og reka saman heimili því það er hagkvæmara. Þessi sambúð leiddi ýmislegt gott af sér eins og skemmtiþáttinn Útvarp Heimili þar sem þær hlustuðu á Útvarp Sögu og borðuðu hafragraut.

Nú er búið að auglýsa parhúsið til leigu. Eignin skiptist í sjö svefnherbergi, stofu, eldhús og baðherbergi. 

Efri hæð: 

„Með sérinngangi á tveimur stöðum, fjórum rúmgóðum svefnherbergjum öll með parketi á gólfum, baðherbergi og eldhúsi. Væri líka mjög hentugt fyrir skrifstofuhúsnæði. Mikil lofthæð og stórir gluggar í flestum rýmum. Afgirt fallegt útisvæði er á bak við húsið,“ segir á fasteignavef mbl.is. 

Neðri hæð: 

„Sérinngangur, 3 svefnherbergi með parketi á gólfum, fataherbergi inn af hjónaherberginu. Stórt nýlega innréttað baðherbergi með flísum á gólfi, baði og sturtuklefa. Geymsla sem er möguleiki að breyta í eldhús. Afgirt fallegt útisvæði er á ba kvið húsið,“ segir jafnframt á fasteignavef mbl.is. 

Af fasteignavef mbl.is: Suðurgata 4

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir.
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir. Ljósmynd/Íris Ann Sigurðardóttir
Margrét Kristín Blöndal tónlistarmaður.
Margrét Kristín Blöndal tónlistarmaður. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál