Málning á ekki séns í flott veggfóður

Carol­ine Chér­on hjá Bonjour á Óðins­götu er byrjuð með hlaðvarpsþætti.
Carol­ine Chér­on hjá Bonjour á Óðins­götu er byrjuð með hlaðvarpsþætti.

Franski inn­an­hús­stíl­ist­inn Carol­ine Chér­on hjá Bonjour á Óðins­götu hef­ur komið sér vel fyr­ir á Íslandi. Hún er nú byrjuð með hlaðvarpsþætti þar sem hún fer ofan í saum­ana á helstu viðfangs­efn­um inn­an­hús­stíl­ista og gef­ur hlust­end­um góð ráð.

Í öðrum þætti sínum fjallar Caroline um veggfóður:

„Markmiðið er að skapa karakter og gefa rýminu meiri persónuleika. Málning sem er falleg á litinn getur verið fín en er látlaus með engri hreyfingu, öðruvísi áferð né þrívíddaráhrifum. Veggfóður er meira lifandi. Þau koma á óvart og eru aldrei leiðinleg. Þú þarft bara að finna rétta leikvöllinn til þess að setja veggfóðrið á, leyfa því að grípa augað, búa til þessi vá! áhrif og breyta heimilisstílnum algjörlega.

Í dag geta veggfóður verið yfirgripsmikil eins og stór mynd. Það er hægt að nota alvöruefni eða endurskapa áhrif ákveðinna efna. Þau eru með mynstri og í margvíslegum litum. Veggfóður geta jafnvel verið eins og listaverk. Veggfóðursheimurinn er svo stór! Veggfóður geta verið glansandi eða mött, náttúruleg eða fáguð, einföld eða ríkmannleg. Þau virka eins og ljós og skuggi með sterkum og líflegum litum. Ég gef góð ráð um hvernig á að nota þau á skapandi hátt án þess að gera mistök,“ segir Caroline um efnistök í hlaðvarpsþættinum um veggfóður. 

Hér fyrir neðan má hlusta á annan hlaðvarpsþátt Caroline sem hún kallar Wallpapers: a WOW effect for sure!




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál