Einstakt heimili við Ránargötu

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is

Við Ránargötu í Reykjavík hefur fjölskylda komið sér vel fyrir. Íbúðin er einstaklega falleg og vel heppnuð eins og sést á myndunum. Um er að ræða 109,8 fm íbúð sem stendur í húsi sem byggt var 1925. Íbúðin er á tveimur hæðum. 

Í íbúðinni eru upprunaleg viðargólf sem búið er að pússa upp. Þau setja svo sannarlega svip sinn á rýmið en meðfram gólfinu eru fallegir gólflistar sem eru lakkaðir hvítir. Í íbúðinni eru einnig þykkir og fallegir loftlistar. 

Íbúðin er vel skipulögð og þær breytingar sem hafa verið gerðar á íbúðinni eru í takt við þann anda sem ríkti þegar húsið var byggt. 

Í stofunni er vandaður og góður flauelssófi og skemill og eru veggir málaðir í mjúkum ljósgrábrúnum tón. Stofa og borðstofa renna saman í eitt en inn af borðstofu er eldhús en úr eldhúsinu er gengið niður í kjallara. 

Af fasteignavef mbl.is: Ránargata 33

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
mbl.is