Truflað 43 ára gamalt einbýli við Látraströnd

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is

Við Látraströnd á Seltjarnarnesi stendur ákaflega vel heppnað 245 fm einbýli sem byggt var 1977. Húsið er teiknað af Kjartani Sveinssyni en það var Arnar Þór Jónsson arkitekt hjá Arkís sem hannaði innréttingar. 

Í eldhúsinu er hvít innrétting með hvítum marmara en viðarklæðning fyrir framan tanga á eldhúsinnréttingu setur svip sinn á eldhúsið. Engir efri skápar eru í eldhúsinu og er ísskápurinn geymdur hinum megin við vegginn. Sama klæðning er á vegg í borðkróki eldhússins og spilar þetta vel saman. 

Eftir mikla litagleði síðustu ára á heimilum landsmanna vekur athygli að í þessu einstaka húsi eru allir veggir hvítir. Það er ekki laust við að það sé ákveðinn léttir enda fá húsgögn og listaverk að njóta sín vel í þessu umhverfi. 

Af fasteignavef mbl.is: Látraströnd 15

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
mbl.is