Falleg hæð í hlíðunum

Við Flókagötu í Reykjavík stendur glæsileg 146 fm íbúð sem stendur í húsi sem byggt var 1950. Nýjar innréttingar eru í allri íbúðinni en innihurðir og gólfefni eru líka nýleg. 

Í hjónasvítunni er sérbaðherbergi og stórt fataherbergi og eru allar innréttingar þar sérsmíðaðar. Fataherbergið er málað í ljósfjólugráum tón sem fer vel við súkkulaðibrúnar innréttingar. 

Eldhúsið er með hvítri sprautulakkaðri innréttingu og er gott skápapláss þar. Eldhús og stofa eru samtengd en þó er rýmið ekki opið upp á gátt. Í búðin er opin og björt og máluð í hlýlegum gráum tónum. 

Í bílskúrnum er búið að innrétta íbúð sem hægt er að leigja út. 

Af fasteignavef mbl.is: Flókagata 58

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál