Brynhildur keypti glæsihús Gunnars Smára og Öldu Lóu

Brynhildur Guðjónsdóttir leikkona og leikstjóri festi kaupa á húsi Gunnars …
Brynhildur Guðjónsdóttir leikkona og leikstjóri festi kaupa á húsi Gunnars Smára og Öldu Lóu í september. mbl.is/Árni Sæberg

Brynhildur Guðjónsdóttir leikkona hefur fest kaup á fasteigninni Fáfnisnesi 3. Húsið var áður í eigu Gunnars Smára Egilssonar og Öldu Lóu Leifsdóttur. 

Húsið fór fyrst á sölu 2017 og var greint frá því í frétt á Smartlandi Mörtu Maríu. Húsið teiknaði Þorvaldur S. Þorvaldsson arkitekt og var það kosið fegursta hús Reykjavíkur 1973. Í kringum húsið er stór og mikill garður. Þegar húsið fór á sölu voru 125 milljónir settar á það. Verðið var síðar lækkað í 119 milljónir en fasteignamat fyrir 2020 er 108.800.000 kr.  

Fáfnisnes 3 er afar fallegt hús og á góðum stað …
Fáfnisnes 3 er afar fallegt hús og á góðum stað í 102 Reykjavík.

Síðan Brynhildur fékk húsið afhent hafa hún og sambýlismaður hennar, Heimir Sverrisson leikmyndahönnuður, staðið í ströngu og gert miklar endurbætur á því. Áður bjuggu þau Brynhildur og Heimir í vesturbæ Reykjavíkur í undursamlega fallegri íbúð eins og áhorfendur Heimilislífs fengu að kynnast þegar undirrituð heimsótti hana. Eins og sést í þessu viðtali kunna þau svo sannarlega að gera fallegt í kringum sig! 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál