Astrid og Birgir selja raðhúsið áður en þau flytja á Ísafjörð

Astrid Boysen og Birgir Gunnarsson eru að flytja á Ísafjörð …
Astrid Boysen og Birgir Gunnarsson eru að flytja á Ísafjörð og hafa því sett raðhús sitt í Mosfellsbæ á sölu.

Astrid Boysen og Birgir Gunnarsson hafa sett sitt fallega raðhús á sölu en þau eru að flytja á Ísafjörð því hann er nýráðinn bæjarstjóri þar í bæ. Áður var hann forstjóri Reykjalundar. 

Um er að ræða 194,2 fm raðhús í Mosfellsbæ sem var byggt 2016. Húsið er fallega innréttað með hvítum sprautulökkuðum innréttingum í eldhúsi. Granít er á borðplötum í eldhúsinu og þar er gott geymslupláss. Í eldhúsinu er stór tækjaskápur þar sem hægt er að fela hrærivél, kaffivél og blandara. 

Parket er á gólfunum og er hjónasvítan afar glæsileg með stóru fataherbergi og baðherbergi. 

Í heild sinni er heimilið afar fallegt og fjölskylduvænt þar sem hátt er til lofts og vítt til veggja. 

Af fasteignavef mbl.is: Efstaland 10

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál