Sigríður Theódóra býr fallega í 101 RVK

Sigríður Theódóra Pétursdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Brandenburg, keypti sína fyrstu íbúð fyrir tveimur árum. Hún fór með frænku sinni og systur að skoða íbúðina og féllu þær fyrir henni. 

Íbúðin er í hjarta Reykjavíkur og höfðu fyrri eigendur gert íbúðina upp. Það eina sem Sigríður þurfti að gera var að mála íbúðina. Hún segist ekki vera mjög handlagin en hún geti þó neglt upp eina og eina mynd. 

Þegar Sigríður er spurð út í húsgögnin á heimilinu kemur í ljós að þau koma héðan og þaðan. Margt hefur hún fengið hjá móður sinni, Ragnhildi Hjaltadóttur, en borðstofustólarnir eru eftir afa hennar, Hjalta Geir Kristjánsson húsgagnaarkitekt. 

Sigríður er alin upp við það að fara vel með peninga og þegar hún þarf að kaupa eitthvað inn á heimilið þá safnar hún fyrir því. 

mbl.is