Er þrifóðari en Sólrún Diego

Konan þrífur og tekur til í marga klukkutíma á dag.
Konan þrífur og tekur til í marga klukkutíma á dag. Samsett mynd

Sólrún Diego er ein þekktasta þrifstjarna Íslands. Hún þrífur þó líklega ekki jafn mikið og hin breska Amanda Knowles. Knowles er 42 ára þriggja barna móðir sem þrífur og tekur til í allt að sjö tíma á dag að því fram kemur á vef The Sun.

Knowles þrífur ekki bara á virkum dögum þar sem um helgar finnst henni gott að vakna á undan öllum öðrum til þess að þrífa. 

„Uppáhaldsráðið mitt er að vakna snemma þegar allir krakkarnir eru sofandi, um klukkan sex. Þannig næ ég þremur tímum áður en börnin vakna,“ sagði hin þrifóða Knowles sem býr í húsi með fimm svefnherbergjum og þremur baðherbergjum. 

Knowles er heimavinnandi móðir en ekki áhrifavaldur. Segir hún að hin breska Sophie Hinchliffe sé sinn mesti innblástur en Hinchliffe er þrifáhrifavaldur, eins konar bresk útgáfa af Sólrúnu Diego. Þrifóða húsmóðirin Knowles segist alltaf hafa elskað að þrífa en áhuginn jókst þegar hún byrjaði að fygljast með Hinchliffe. Húsmóðirin segist njóta þess mun meira en áður að þrífa baðherbergin heima hjá sér eftir að hún fór að fylgjast með þrifáhrifavaldinum Hinchliffe. 

Knowles segist ekki vera með áráttu. Hún segist þó vera drottning skipulags og þrifin og tiltektin séu skemmtilegt áhugamál. 

„Mér finnst ég heppin að geta eytt deginum mínum í að undirbúa mat, skipuleggja og merkja. Ég er heppin að þurfa ekki að mæta í vinnu og ég veit að fjölskylda mín hefur allt þegar hún þarf þess. 

Ég veit að þetta hljómar eins og það leiðinlegasta í heimi og það er sumt sem mér finnst ekki skemmtilegt eins og það að strauja,“ sagði Knowles sem finnst greinilega ekki öll heimilisstörf skemmtileg. 

Konan er dugleg að þrífa og taka til.
Konan er dugleg að þrífa og taka til. mbl.is/Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál