151 fm parhús í krúttlegustu götu Reykjavíkur

Við Haðarstíg í Reykjavík stendur afar sjarmerandi 151 fm parhús sem byggt var 1927. Um er að ræða hús með aukaíbúð í kjallara. 

Haðarstígur er eitt best geymda leyndarmál miðborgarinnar en við götuna eru að mestu leyti lítil krúttleg hús. 

Gengið er inn í forstofu og er eldhús, borðstofa og stofa í sameiginlegu rými. Á efri hæðinni eru herbergi og baðherbergi. Í kjallaranum er svo aukaíbúð sem hægt er að leigja út. Stórar svalir eru út úr stofunni en þar er svo sannarlega hægt að hafa það notalegt á hlýjum sumardögum. Einnig er hægt að opna út á svalir úr hjónaherberginu. 

Eins og sést á myndunum er húsið skemmtilega innréttað og er mikil sál í húsinu þótt það sé smátt í sniðum. 

Af fasteignavef mbl.is: Haðarstígur 4

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál