Svona losar þú þig við fyrrverandi á samfélagsmiðlum

Kannski er besta vorhreinsunin sem þú getur farið í að …
Kannski er besta vorhreinsunin sem þú getur farið í að hætta að fylgja fyrrverandi á samfélagsmiðlum. mbl.is/Colourbox

Á þessum tíma ársins, þegar sólin er farin að láta sjá sig og snjórinn að bráðna fá landsmenn vanalega þessa orku að vilja þrífa heima hjá sér, lágmarka dót og drasl og einfalda hlutina. 

Það getur verið átakanlegt að færa sig svona á milli árstíða, enda er íslenski veturinn vanalega þannig að maður safnar að sér dóti og notar kerti og annað skraut til að gera lífið aðeins betra. 

Þeir Joshua Fields Millburn og Ryan Nicodemus eru talsmenn þess að einfalda í kringum sig. Þeir standa á bak við síðuna Minimalism Life. Þeirra ferðalag í átt að naumhyggjulífsstíl hófst fyrir alvöru í kringum árið 2010. Síðan þá hafa þeir aðstoðað yfir 20 milljónir manna og kvenna víða um heiminn við það sama. 

Eitt af því sem þeir ráðleggja fólki að gera á þessum árstíma er að hreinsa til á samfélagsmiðlum sínum. Það má nefnilega færa rök fyrir því að ljósmyndir af fyrrverandi á Instagram gæti dregið andlega lífið niður þessa dagana. 

Þeir segja einmitt mikilvægt að huga að næringu á öllum sviðum lífsins. Næring er nefnilega ekki bara maturinn sem við borðum og umhverfið sem við búum í. 

Hér eru ráð í þeirra anda:

  • Losaðu þig við alla þá sem færa þér ekki ánægju inn í daginn á samfélagsmiðlum
  • Prófaðu að minnka notkun þína á samfélagsmiðlum tímabundið til að geta fengið heilbrigða fjarlægð frá því sem þú ert að skoða daglega
  • Spurðu þig hvort þú sért að læra eitthvað af þeim sem þú fylgir
  • Hvers vegna byrjaðir þú að fylgja þessum aðila/fyrirtæki í upphafi

Gott er að halda í þá reglu til frambúðar að eyða jafnóðum öllum út af samfélagsmiðlum sem ekki passa við lífsstíl þinn í dag. Það þarf ekki að þýða að þér persónulega líki ekki við aðilann eða fyrirtækið. Þú ert kannski bara á öðrum stað í dag en í gær! 

View this post on Instagram

Let go 🎈

A post shared by Minimalism Life (@minimalismlife) on Feb 7, 2020 at 12:50pm PST



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál