Roberts keypti sögufrægt hús í San Francisco

Julia Roberts keypti hús í San Francisco á dögunum.
Julia Roberts keypti hús í San Francisco á dögunum. AFP

Leikkonan Julia Robert keypti á dögunum einstaklega fallegt hús í San Franciso í Bandaríkjunum. Húsið stendur í Presido-hæðum og er eitt af Viktoríustílshúsunum. 

Viktoríuhúsin í Presido hæðum eru eitt kennileiti borgarinnar og eru þau á meðal dýrustu húsunum í borginni. Erfiðlega hefur gengið að selja húsið sem Roberts festi kaup á en það hefur lækkað töluvert í verði. Það kom á markað í maí 2019 og var þá verðið á því 10,25 milljónir bandaríkjadala. Roberts keypti húsið í janúar á þessu ári fyrri 8,3 milljónir. 

Húsið sem Julia Roberts festi kaup á.
Húsið sem Julia Roberts festi kaup á. Ljósmynd/Realtor.com

Húsið er á fimm hæðum og fimm svefnhebergi og 4,5 baðherbergi. Húsið er 575 fermetrar að stærð. Það var byggt árin 1907-08 af Sylvain Schnaittacher. 

Þetta er ekki eina eign leikkonunnar frægu en hún á einnig búgarð í Point Dume í Malibu og íbúð í West Village í New York. Árið 2016 seldi hún eign sína á Hawaii fyrir 16,2 milljónir bandaríkjadala.

Húsið er í Presido Heights í San Francisco.
Húsið er í Presido Heights í San Francisco. Ljósmynd/Pexels
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál