Er þetta eitt ferskasta baðherbergi veraldar?

Heildarmynd rýmisins er falleg. Tveir speglaskápar, tveir vaskar og frístandandi …
Heildarmynd rýmisins er falleg. Tveir speglaskápar, tveir vaskar og frístandandi baðkar er alltaf góð hugmynd.

Baðherbergi í húsi nokkru var tekið í gegn og er allt annar blær yfir hönnuninni en við eigum að venjast. Smáar ílangar flísar í sundlaugarlit setja svip á rýmið. 

Baðherbergið var hannað af Luigi Rosselli Architects og Alwill Interiors og er útkoman einstök. Þessi samvinna kallar fram ró og frið. Þessi ljósblái litur minnir á sundlaugar landsins en þó er eitthvert hátíðlegt yfirbragð. 

Baðherbergi þetta er á heimili nokkru í Ástralíu. Ljósbláu flísarnar minna svolítið á mósaíkflísarnar sem voru svo vinsælar í kringum 1995 en líka á áttunda áratuginn þegar enginn var alvörumanneskja nema státa af ílöngum flísum á heimili sínu. 

Til þess að færa áttunda áratuginn til nútímans eru dökk blöndunartæki notuð yfir vaska og baðkar. Og svo eru tveir speglaskápar sem skapa ákveðna speglun sem er heillandi. 

Punkturinn yfir i-ið er svo viðarskápurinn, sem er upp á tíu. Það hefði verið galið að fara í frekari gólfflísar við bláu veggflísarnar og því er gólfið svolítið eins og það hafi bara verið flotað. Ef þú ert að leita að baðflísum og langar ekki í gráar 80X80-flísar þá ættirðu að skoða þennan stíl nánar.

Takið eftir blöndunartækjunum. Þau eru svarbrún á litinn og fær …
Takið eftir blöndunartækjunum. Þau eru svarbrún á litinn og fær baðherbergið til nútímans.
Tveir speglaskápar fyrir ofan hvorn vask kemur vel.
Tveir speglaskápar fyrir ofan hvorn vask kemur vel.
Þessar flísar eru um það bil það ferskasta sem sést …
Þessar flísar eru um það bil það ferskasta sem sést hefur lengi á baðherbergjum.
Þessi viðarskápur er einstakur og kemur með hlýleikann inn í …
Þessi viðarskápur er einstakur og kemur með hlýleikann inn í rýmið sem ekki hefði skilað sér ef hann hefði verið svartur eða hvítur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál