Díana Bjarnadóttir selur íbúðina

Við Rauðavað hefur Díana Bjarnadóttir stílisti komið sér vel fyrir ásamt fjölskyldu sinni en hyggst nú flytja.

Íbúðin er 108 fm að stærð og stendur í húsi sem byggt var 2005. 

Eldhúsið er opið inn í stofu og borðstofu. Hvít innrétting prýðir eldhúsið og kemur hún frá HTH. Í eldhúsinu er gott skápapláss og stór eyja sem skapar alltaf góða stemningu á heimilum fólks. Til að setja punktinn yfir i-ið eru Corian-borðplötur í eldhúsinu. 

Íbúðin er á fyrstu hæð og er hægt að ganga beint út í garð úr íbúðinni. 

Eins og sést á myndunum er sérlega huggulegt um að litast á heimilinu enda Díana mikil smekkmanneskja. Sem stílisti veit hún hvaða litir passa saman og er óhrædd við að setja gulan höfuðgafl inn í hjónabergi svo dæmi sé tekið.

Þar er hver hlutur á sínum stað og mikið lagt upp úr því að hafa allt upp á tíu eins og sést á myndunum. 

Af fasteignavef mbl.is: Rauðavað 3

mbl.is