Margrét tekur við gömlum saumavélum og gefur áfram

Margrét Kristmannsdóttir framkvæmdastjóri Pfaff.
Margrét Kristmannsdóttir framkvæmdastjóri Pfaff.

Fjölskyldufyrirtækið Pfaff hefur ákveðið að gefa fólki kost á að koma með gamlar saumavélar sem þarfnast yfirferðar og gefa áfram til hjálparstofnana þegar þær eru komnar í lag. Þá verður auk þess hægt að setja gamla saumavél upp í nýja og fá afslátt á móti, ef fólk er á þeim buxunum.

„Við þekkjum það af samstarfi okkar við til dæmis Rauða krossinn og Hjálpræðisherinn að þörf er á saumavélum fyrir þeirra skjólstæðinga. Þörfin er síst minni núna meðan samkomubann er í gildi og má segja að þarna séum við að slá tvær flugur í einu höggi, endurnýta fyrir umhverfið og hjálpa til hjá þeim hópi í þjóðfélaginu sem minnst mega sín,“ segir Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff.

Þjónustudeild Pfaff við Grensásveg mun taka við saumavélunum alla virka daga frá kl. 10-16. Þá ætlar fyrirtækið sömuleiðis að gefa þeim sem vilja nýta tækifærið og uppfæra í nýja saumavél, kost á því að setja gömlu vélina upp í sem innborgun.

„Margir landsmenn eru heima þessa dagana og því er tilvalið að rifja upp gamla saumatakta og láta gott af sér leiða í leiðinni,“ segir Margrét.

mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.

Stöndum saman

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál