Sjáðu villuna sem Brady og Bündchen búa í

Tom Brady og Giesele Bündchen eru flutt inn í Tampa …
Tom Brady og Giesele Bündchen eru flutt inn í Tampa Bay. skjáskot/Instagram

Ruðningskappinn Tom Brady gekk nýlega til liðs við liðið Tampa Bay Bucca­neers. Liðið er staðsett á Flórída og eru Brady og eiginkona hans Gisele Bündchen flutt inn í Tampa Bay. 

Húsið er í eigu viðskiptamannsins og fyrrverandi hafnaboltastjörnunnar Dereks Jaters en sögusagnir eru á kreiki um að Jater hafi tekið þátt í að laða Brady til Tampa Bay Buccaneers.

Jater lét byggja húsið árið 2011 og er það tæpir þrjú þúsund fermetrar að stærð. Í því eru sjö svefnherbergi og níu baðherbergi. Leikjaherbergi er í húsinu og sundlaug í garðinum. Húsið stendur við ströndina og tvær bátalyftur fylgja því svo Brady og Bündchen geta skellt sér út á flóann.

mbl.is