Biðin er á enda, IKEA opnar á mánudaginn

mbl.is/Hjörtur

Heimilisunnendur til sjávar og sveita geta látið sig hlakka til því á mánudaginn verður verslun IKEA á Íslandi opnuð aftur eftir samkomubann. 

„Það gleður okkur að tilkynna að eftir sex vikna lokun verður verslunin opnuð aftur mánudaginn 4. maí kl. 11. Við munum að sjálfsögðu fylgja fyrirmælum yfirvalda um fjöldatakmarkanir og hreinlæti til að gæta öryggis bæði gesta og starfsfólks.
Afgreiðslutími í verslun, sænska matarhorninu og IKEA Bistro verður 11-19, bakaríið verður opið 11-18 en veitingastaðurinn, kaffihúsið og Småland verða áfram lokuð af öryggisástæðum,“ segir í tilkynningu frá IKEA. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál