Er hvít Tesla ígildi Omaggio-vasans á Íslandi?

Ekki er langt síðan að það þótti ekkert fínna en að aka um á bíl af gerðinni Tesla á götum bæjarins enda var bíllinn það dýr að aðeins þeir efnameiru höfðu ráð á honum. Tesla hefur nú selst meira en aðrir nýjir bílar á landinu og þá sérstaklega hvít Tesla að gerðinni Model 3 en hún er mun ódýrari en fyrri týpur. Orðið á götunni er að hvít Tesla sé hinn nýi Omaggio-vasi. 

Omaggio-vasinn frá Kähler varð ótrúlega vinsæll á Íslandi árið 2014. Rétt eins og með bílategundina Tesla var blómavasinn ákveðið stöðutákn. 

Smartland leitaði til Samgöngustofu til að fá upplýsingar um hversu margar bifreiðar af tegundinni Tesla hafa verið fluttar inn á þessu ári. 

Í svari Samgöngustofu voru nýskráðir Tesla í mars alls 403. Þegar tölurnar eru skoðaðar nánar kemur í ljós að næstum því helmingur bílanna eru hvítir eða 195. Gráir bílar eru 84, bláir 44, rauðir 40 og svartir 40. Íslenskir smákóngar eru margir komnir á Tesla og flestir á hvítan enda er hann ódýrastur. Hægt er að fá hvíta Tesla bifreið af gerðinni Model 3 á rúmlega fimm og hálfa milljón. En um leið og Teslan er komin í lit þá hækkar verðið. Rauði liturinn er til dæmis langdýrastur. 

Íslendingar eru þekktir fyrir að hlaupa til og kaupa það sem þykir flottast hverju sinni. Í frétt mbl.is frá því í mars kemur fram að fulltrúi Tesla á Íslandi minnist þess ekki að hafa séð bílinn hoppa jafn hátt á lista á jafn skömmum tíma í neinu landi nema mögulega í Noregi.

hvít Tesla.
hvít Tesla. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál