Steldu heimilisstíl Alexöndru og Gylfa

Alexandra Helga Ívarsdóttir og Gylfi Þór Sigurðsson eiga fallegt heimili.
Alexandra Helga Ívarsdóttir og Gylfi Þór Sigurðsson eiga fallegt heimili. skjáskot/Instagram

Alexandra Helga Ívarsdóttir, fyrrverandi fegurðardrottning, og eiginmaður hennar, Gylfi Þór Sigurðsson leikmaður Everton, eiga einstaklega fallegt heimili.

Hjónin eru búsett í Manchester á Bretlandi og hafa búið sér hlýlegt og fallegt heimili. Á heimili þeirra má finna fjöldann allan af hönnunarvörum en Alexandra sýnir reglulega frá heimili þeirra á Instagram. 

Þar má meðal annars finna myndavegg með myndum úr brúðkaupi þeirra, ljós frá Tom Dixon, Eggið frá Arne Jacobsen og bolla frá Royal Copenhagen. Þar má einnig sjá glytta í hverskyns skrautmuni frá hinu finnska Iittala og í hrærivél frá Kitchenaid. 

Veggirnir á heimili Alexöndru og Gylfa eru í svörtum lit sem setur stemninguna á heimilinu.

Myndaveggurinn og Eggið frá Arne Jacobsen.
Myndaveggurinn og Eggið frá Arne Jacobsen. Skjáskot/Instagram
Ljósin eru frá Tom Dixon.
Ljósin eru frá Tom Dixon. Skjáskot/Instagram
Ljósin frá Tom Dixon njóta sín vel. Á borðinu og …
Ljósin frá Tom Dixon njóta sín vel. Á borðinu og við vegginn má sjá skrautmuni frá Iittala. skjáskot/Instagram
Svört Kitchenaid hrærivél og trébretti frá Iittala í bakgrunni.
Svört Kitchenaid hrærivél og trébretti frá Iittala í bakgrunni. Skjáskot/Instagram
Bolli frá Royal Copenhagen.
Bolli frá Royal Copenhagen. Skjáskot/Instagram
mbl.is