Svona töfrar þú fram aukaherbergi í tveggja herbergja íbúð í Garðabæ

Við Hrísmóa í Garðabæ stendur afar falleg 77,2 fm íbúð sem stendur í húsi sem byggt var 1984. Árið 2017 var íbúðin endurnýjuð mikið. Skipt var um eldhúsinnréttingu, baðinnréttingu og voru fataskápar endurnýjaðir. 

Í dag er eldhúsið opið inn í stofu og við útgang út á svalir er búið að koma fyrir eldhúsborði. Svalirnar snúa í suðaustur. Eftir að eldhúsið var fært inn í stofu bættist við eitt aukaherbergi og íbúðin því þriggja herbergja. 

Eldhúsinnréttingin er úr dökkum viði með dökkum steinborðplötum. Á milli skápa eru hvítar flísar í frönskum sveitastíl. Saman spilar þetta vel saman. 

Af fasteignaveg mbl.is: Hrísmóar 10

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál