Ólafur Darri og Lovísa selja húsið

Ólafur Darri og Lovísa Ósk hafa sett húsið sitt á …
Ólafur Darri og Lovísa Ósk hafa sett húsið sitt á sölu. Samsett mynd

Stórleikarinn Ólafur Darri Ólafsson og kona hans, dansarinn Lovísa Ósk Gunnarsdóttir, hafa sett glæsilegt raðhús sitt í Norðlingaholti á sölu. Ólafur Darri og Lovísa keyptu húsið árið 2016 og búa í því ásamt dætrum sínum tveimur. Ásett verð er 91,9 milljónir. 

Húsið er 227,6 fermetrar á tveimur hæðum með bílskúr. Þriggja metra lofthæð er á efri hæðinni en inn­an­húss­arki­tektinn Rut Káradóttir sá um efnisval í húsinu. Listamennirnir eru með stílhreinan stíl og fá listaverk að njóta sín á gráum veggjum. 

Ólafur Darri og Lovísa hafa búið lengi í hverfinu en Ólafur Darri lýsti heimili sínu í viðtali við breska blaðið The Sunday Times fyrir ári. Þá sagði hann að nálægðin við náttúruna væri meðal annars það besta við hverfið. 

Af fasteignavef mbl.is: Þingvað 67

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
mbl.is