Nú getur þú farið með World Class-handklæðið heim til þín

Linda Björg hrósar meðal annars kjól Önnu Mjallar frá 1996. …
Linda Björg hrósar meðal annars kjól Önnu Mjallar frá 1996. „Þarna varð fyrir valinu kjóll sem smellpassaði við sjóið, fór bæði Önnu og laginu vel.“ mbl.is/Styrmir Kári

Linda Björg Árnadóttir hönnuður og eigandi Scintilla er að vinna með líkamsræktarstöðinni World Class að splunkunýrri vörulínu. Um er að ræða handklæði og sloppa sem munu verða til sölu á næstunni fyrir viðskiptavini sem eru í sama rauða litnum og World Class-handklæðin.

„Við höfum verið að framleiða fyrir Laugar litlu gymhandklæðin en við hjá Scintilla erum að sérhanna textíl og framleiða fyrir aðila í hótel- eða líkamsræktariðnaðnum þannig að það er algerlega okkar sérsvið. Við gerum líka sloppa og baðhandklæði og reynum að bæta og þróa okkar vörur í hvert sinn sem við framleiðum þær. Við einfaldlega förum yfir það í hvert sinn hvort eitthvað er hægt að bæta og gerum það,“ segir Linda Björg. 

Hvernig kom þetta samstarf til?

„Ég hef verið viðskiptavinur hjá World Class frá upphafi og þekki ég vel til fyrirtækisins og eigenda þeirra. Við einfaldlega höfðum samband og sýndum þeim hvað við gátum boðið þeim,“ segir hún. 

Skiptir ekki máli fyrir lítið hönnunarfyrirtæki að fá verkefni eins og þetta?

„Jú, svona verkefni og viðskiptasamband skipta fyrirtæki eins og okkur miklu máli. Svo erum við líka að selja húð- og heimilislínu Lauga FACE/BODY/HOME hér í verslun okkar að Laugavegi 40 en það er frábær vara sem fellur mjög vel að okkar vörum,“ segir hún og bætir við: 

„Við vorum núna að fá úr framleiðslu handklæði með merki World Class sem seld verða í móttökunni í stöðvum þeirra. Núna er það baðhandklæði sem eru bara til í einum lit en þeim á vonandi eftir að fjölga og öðrum vörum einnig.“

Hvernig er fyrirtæki eins og Scintilla að koma undan vetri.

„Ég var mjög ánægð með síðasta ár þó að það hafi verið nokkur áföll sem aðeins trufluðu eins og fall WOW air. Við höfum verið að einbeita okkur að því að þróa og bæta búðina okkar mikið og fjölga vörutegundum. Búðin hefur breyst mjög mikið frá því við opnuðum. Við erum búin að bæta við nokkrum tegundum af íslenskum snyrtivörum sem við teljum vel eiga heima hjá okkur og íslensku salti, súkkulaði ásamt ýmsu öðru góðgæti. Við erum alveg tilbúin í næsta góða tímabil í verslun í miðbænum,“ segir hún. 

Þegar Linda Björg er spurð að því hvað við landsmenn getum gert til að styðja betur við íslenska hönnun segir hún að fólk þurfi að kaupa vörurnar. Hún segir að það sé alltaf að aukast. 

„Það hefur verið gaman að sjá hvað Íslendingar hafa verið að koma mikið í bæinn þessa síðustu daga. Það væri frábært að sjá þá styðja við íslenska hönnun núna á þessum erfiðu tímum en ég trúi því að tími íslenskrar hönnunar sé kominn!“ 

Hér má samstarfsverkefni Scintilla og World Class.
Hér má samstarfsverkefni Scintilla og World Class.
Linda Björg Árnadóttir hönnuður hjá Scintilla.
Linda Björg Árnadóttir hönnuður hjá Scintilla.
mbl.is