Einstakur hönnunarheimur við Víðimel

Ljósmynd/Jónatan Grétarsson

Við Víðimel í Reykjavík hefur afar smekkleg fjölskylda búið sér fallegt heimili. Um er að ræða 143,6 fm íbúð á góðum stað í Vesturbæ Reykjavíkur. Húsið sjálft var byggt 1945 og er íbúðin mikið endurnýjuð. 

Í henni er til dæmis nýleg eldhúsinnrétting sem er grágræn á litinn með fallegum kringlóttum höldum. Steinn er á borðplötu sem nær upp á vegg. Borðstofa og eldhús tengjast stofu.

Einnig er búið að endurnýja baðherbergi á heillandi hátt. 

Íbúðin er á tveimur hæðum og hægt er að loka á milli hæða ef fólk kýs það. Á heimilinu er hlutum raðað fallega saman og fá listaverk að njóta sín. Þeim er raðað upp í hópa sem gerir heildarmyndina fallega. 

Barnaherbergið er til dæmis vel skipulagt með sérsmíðuðum rúmum og skápum sem ná upp í loft til að plássið nýtist sem best. 

Af fasteignavef mbl.is: Víðimelur 55

Ljósmynd/Jónatan Grétarsson
Ljósmynd/Jónatan Grétarsson
Ljósmynd/Jónatan Grétarsson
Ljósmynd/Jónatan Grétarsson
Ljósmynd/Jónatan Grétarsson
Ljósmynd/Jónatan Grétarsson
Ljósmynd/Jónatan Grétarsson
Ljósmynd/Jónatan Grétarsson
Ljósmynd/Jónatan Grétarsson
Ljósmynd/Jónatan Grétarsson
Ljósmynd/Jónatan Grétarsson
Ljósmynd/Jónatan Grétarsson
Ljósmynd/Jónatan Grétarsson
Ljósmynd/Jónatan Grétarsson
Ljósmynd/Jónatan Grétarsson
Ljósmynd/Jónatan Grétarsson
Ljósmynd/Jónatan Grétarsson
Ljósmynd/Jónatan Grétarsson
Ljósmynd/Jónatan Grétarsson
Ljósmynd/Jónatan Grétarsson
mbl.is