Vill fá tvo og hálfan milljarð fyrir höllina

Khloé Kardashian hefur sett glæsihýsi sitt á sölu.
Khloé Kardashian hefur sett glæsihýsi sitt á sölu. AFP

Raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian hefur sett hús sitt í Calabasas í Los Angeles á sölu að því er fram kemur á vef People. Húsið keypti hún af tónlistarmanninum Justin Bieber fyrir sex árum en nú vill hún breyta til og fá 18,95 milljónir Bandaríkjadala fyrir eignina eða rúmlega tvo og hálfan milljarð íslenskra króna. 

Fasteignasalinn Tomer Fridman greindi frá því á Instagram að hann væri með nýtt hús á sölu sem stórskotalið í Hollywood hefði átt heima í og birtust auk þess myndir úr húsinu. Aðdáendur Khloé Kardashian voru fljótir að átta sig á að húsið væri hennar enda birtist það oft á samfélagsmiðlum hennar auk þess að vera í tökustaður í raunveruleikaþáttum Kardashian-fjölskyldunnar.

Khloé og systir hennar Kourtney Kardashian voru einnig myndaðar úti í garði við húsið fyrir forsíðu hönnunartímaritsins Architectural Digest fyrir fjórum árum. Síðan þá hefur stjarnan tekið húsið í gegn. 

Khloé Kardashian keypti húsið árið 2014 af Justin Bieber á 7,2 milljónir Bandaríkjadala svo húsið hefur heldur betur hækkað í verði. Áður en Bieber bjó í húsinu átti Nicole Murphy heima í húsinu en grínleikarinn Eddie Murphy keypti húsið eftirsótta fyrir fyrrverandi eiginkonu sína. 

Hér má sjá nokkrar myndir af húsi Kardashian sem stjarnan hefur birt á Instagram.

View this post on Instagram

Blink and it will be summer. Stay ready so you never have to get ready. Two piece Active Intimate set @goodamerican

A post shared by Khloé (@khloekardashian) on Mar 2, 2020 at 10:20am PST

View this post on Instagram

🤍 Great Morning! 🤍

A post shared by Khloé (@khloekardashian) on Feb 19, 2020 at 7:47am PST

View this post on Instagram

✨ @goodamerican ✨

A post shared by Khloé (@khloekardashian) on May 8, 2020 at 1:49pm PDT


Hér fyrir neðan má sjá viðtal við fasteignasala Kardashian og nokkrar myndir af útisvæðinu. mbl.is